EM 2016 í Frakklandi

Fréttamynd

Býr enn á hóteli

Kolbeinn Sigþórsson hefur enn ekki fundið netmöskvana í Frakklandi en er þó þegar kominn með rautt spjald. Honum líður vel í Nantes þrátt fyrir að búa enn á hótelherbergi með unga fjölskyldu sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum

Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars: Megum ekki slaka á

Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Alltaf svo sáttur í eigin skinni

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, tók á ný skref upp á við í sumar þegar hann samdi við NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Niko Kovac látinn taka poka sinn

Niko Kovac var í dag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari króatíska landsliðsins eftir að hafa aðeins nælt í eitt stig gegn Noregi og Aserbaidjan. Eftir leikina er króatíska landsliðið í 3. sæti H-riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland er fullkomið lið fyrir Lars

Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara.

Fótbolti