Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 22:00 Viðar Örn í baráttunni við Jan Vertonghen, leikmann belgíska landsliðsins. Vísir/AFP „Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
„Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira