Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2015 15:30 Kári í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Kári Árnason verður væntanlega í lykilhlutverki þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn og svo Tyrklandi ytra á þriðjudag. Þetta eru síðustu tveir leikir Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir eru þegar búnir að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Frakklandi. Kári hefur gert það gott með sænska liðinu Malmö sem nú stendur í ströngu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kári kom til Svíþjóðar í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Rotherham í Englandi um árabil. Hann segir að hann hafi upplifað góða tíma í Malmö. Liðið sé í stöðugri uppbyggingu og þrátt fyrir gengi liðsins í deildinni heima fyrir hafi valdið vonbrigðum þá sé það mikið ævintýri að taka þátt í Meistaradeildinni. „Það lítur út fyrir að við þurfum að koma okkur aftur í Evrópukeppnina með bakleið í gegnum bikarinn. En svona lagað vill oft gerast, lið sem eru í Meistaradeildinni gefa aðeins eftir í deildarleikjunum og það hefur gerst hjá okkur.“Kári að kljást við Edinson Cavani, leikmann PSG.Vísir/GettyMalmö hafði betur gegn Red Bull Salzburg og skoska liðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og er nú í riðli með Real Madrid, PSG og Shakhtar Donetsk. „Eftir að við spiluðum við Celtic fyrir framan 60 þúsund manns þá áttum við leik nokkrum dögum síðar gegn Häcken fyrir framan þrjú þúsund manns,“ lýsir Kári. „Það var versti leikur sem ég hef séð nokkurt lið spila. Við enduðum með því að tapa þeim leik, 1-0. Það er stór munur á því að spila Evrópuleiki og svo deildarleiki heima. En það er mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í Evrópukeppnina á næsta ári.“ „Það hefur verið vandamál allt tímabilið að gíra okkur upp í litlu leikina. Við erum góðir á heimavelli og allir vita að við erum með besta liðið í deildinni. Við stjórnum leikjunum gegn öllum sterku liðunum, erum mikið með boltann en eigum í erfiðleikum með að skora.“Ronaldo fagnar öðru marka sinna gegn Malmö.Kári segir að það hafi verið ansi fjarlægur draumur fyrir sig að spila gegn bestu leikmönnum heims í Meistaradeild Evrópu þegar hann var að spila með Rotherham í neðri deildunum á Englandi. „Þegar ég fékk tækifæri til að fara til Malmö í sumar var þessi möguleiki fyrir hendi, þó svo að maður vissi að það yrði erfitt að komast í riðlakeppnina. En það tókst og við áttum skilið að komast þangað.“ Normaðurinn Åge Hareide er stjóri Malmö en hann á langan feril að baki og þykir útstjónarsamur stjóri. „Hann er mjög klókur og minnir um margt á Lars á margan hátt,“ segir Kári. Hann játar því að það hafi verið skemmtileg lífreynsla að spila gegn leikmönnum eins og Cristiano Ronaldo sem skoraði bæði mörk Real í 2-0 sigrinum á Malmö í Svíþjóð í síðustu viku. „Það er gaman að fá að mæla sig gegn þeim bestu. Hann spilaði líka frammi stærstan hluta leiksins og það var gaman að kljást við hann. Hann skoraði að vísu tvö mörk en ég gat lítið gert í því fannst mér.“Kári og Klaas-Jan Huntelaar, leikmaður hollenska landsliðsins.Vísir/GettyÞrátt fyrir að tilefnið sé stórt og andstæðingarnir sömuleiðis segir Kári að allt slíkt gleymist fljótt. „Maður kíkir aðeins á þá í göngunum áður en liðin ganga út á völlinn en allt slíkt hverfur um leið og dómarinn flautar til leiks.“ Og hann segir að honum þykir í raun ekkert skemmtilegra en að koma heim og spila með íslenska landsliðinu, hvað þá á Laugardalsvelli. „Þetta er miklu skemmtilegra en að spila í Meistaradeildinni, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég myndi frekar velja þessa leiki með þessum liðsfélögum fram yfir leiki í Meistaradeildinni.“ „Það er aldrei erfitt að gíra sig upp í þessa leiki, þó svo að við séum búnir að tryggja okkur á EM. Málið er mjög einfalt - við ætlum að vinna riðilinn okkar og til þess þurfum við að vinna hugsanlega báða leikina [gegn Lettlandi og Tyrklandi].“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. 18. september 2015 14:30 Liðsfélagi Kára vildi ekki skipta um treyju við Ronaldo Cristiano Ronaldo jafnaði í gær markamet Real Madrid þegar hann skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Real Madrid á Kára Árnasyni og félögum í Malmö í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 1. október 2015 17:45 Zlatan: Það var mikil hvatning að mæta uppeldisfélaginu Svíinn sigraðist á meiðslum til að geta spilað á móti Malmö í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 16. september 2015 13:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Kári Árnason verður væntanlega í lykilhlutverki þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn og svo Tyrklandi ytra á þriðjudag. Þetta eru síðustu tveir leikir Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir eru þegar búnir að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Frakklandi. Kári hefur gert það gott með sænska liðinu Malmö sem nú stendur í ströngu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kári kom til Svíþjóðar í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Rotherham í Englandi um árabil. Hann segir að hann hafi upplifað góða tíma í Malmö. Liðið sé í stöðugri uppbyggingu og þrátt fyrir gengi liðsins í deildinni heima fyrir hafi valdið vonbrigðum þá sé það mikið ævintýri að taka þátt í Meistaradeildinni. „Það lítur út fyrir að við þurfum að koma okkur aftur í Evrópukeppnina með bakleið í gegnum bikarinn. En svona lagað vill oft gerast, lið sem eru í Meistaradeildinni gefa aðeins eftir í deildarleikjunum og það hefur gerst hjá okkur.“Kári að kljást við Edinson Cavani, leikmann PSG.Vísir/GettyMalmö hafði betur gegn Red Bull Salzburg og skoska liðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og er nú í riðli með Real Madrid, PSG og Shakhtar Donetsk. „Eftir að við spiluðum við Celtic fyrir framan 60 þúsund manns þá áttum við leik nokkrum dögum síðar gegn Häcken fyrir framan þrjú þúsund manns,“ lýsir Kári. „Það var versti leikur sem ég hef séð nokkurt lið spila. Við enduðum með því að tapa þeim leik, 1-0. Það er stór munur á því að spila Evrópuleiki og svo deildarleiki heima. En það er mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í Evrópukeppnina á næsta ári.“ „Það hefur verið vandamál allt tímabilið að gíra okkur upp í litlu leikina. Við erum góðir á heimavelli og allir vita að við erum með besta liðið í deildinni. Við stjórnum leikjunum gegn öllum sterku liðunum, erum mikið með boltann en eigum í erfiðleikum með að skora.“Ronaldo fagnar öðru marka sinna gegn Malmö.Kári segir að það hafi verið ansi fjarlægur draumur fyrir sig að spila gegn bestu leikmönnum heims í Meistaradeild Evrópu þegar hann var að spila með Rotherham í neðri deildunum á Englandi. „Þegar ég fékk tækifæri til að fara til Malmö í sumar var þessi möguleiki fyrir hendi, þó svo að maður vissi að það yrði erfitt að komast í riðlakeppnina. En það tókst og við áttum skilið að komast þangað.“ Normaðurinn Åge Hareide er stjóri Malmö en hann á langan feril að baki og þykir útstjónarsamur stjóri. „Hann er mjög klókur og minnir um margt á Lars á margan hátt,“ segir Kári. Hann játar því að það hafi verið skemmtileg lífreynsla að spila gegn leikmönnum eins og Cristiano Ronaldo sem skoraði bæði mörk Real í 2-0 sigrinum á Malmö í Svíþjóð í síðustu viku. „Það er gaman að fá að mæla sig gegn þeim bestu. Hann spilaði líka frammi stærstan hluta leiksins og það var gaman að kljást við hann. Hann skoraði að vísu tvö mörk en ég gat lítið gert í því fannst mér.“Kári og Klaas-Jan Huntelaar, leikmaður hollenska landsliðsins.Vísir/GettyÞrátt fyrir að tilefnið sé stórt og andstæðingarnir sömuleiðis segir Kári að allt slíkt gleymist fljótt. „Maður kíkir aðeins á þá í göngunum áður en liðin ganga út á völlinn en allt slíkt hverfur um leið og dómarinn flautar til leiks.“ Og hann segir að honum þykir í raun ekkert skemmtilegra en að koma heim og spila með íslenska landsliðinu, hvað þá á Laugardalsvelli. „Þetta er miklu skemmtilegra en að spila í Meistaradeildinni, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég myndi frekar velja þessa leiki með þessum liðsfélögum fram yfir leiki í Meistaradeildinni.“ „Það er aldrei erfitt að gíra sig upp í þessa leiki, þó svo að við séum búnir að tryggja okkur á EM. Málið er mjög einfalt - við ætlum að vinna riðilinn okkar og til þess þurfum við að vinna hugsanlega báða leikina [gegn Lettlandi og Tyrklandi].“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. 18. september 2015 14:30 Liðsfélagi Kára vildi ekki skipta um treyju við Ronaldo Cristiano Ronaldo jafnaði í gær markamet Real Madrid þegar hann skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Real Madrid á Kára Árnasyni og félögum í Malmö í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 1. október 2015 17:45 Zlatan: Það var mikil hvatning að mæta uppeldisfélaginu Svíinn sigraðist á meiðslum til að geta spilað á móti Malmö í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 16. september 2015 13:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56
Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. 18. september 2015 14:30
Liðsfélagi Kára vildi ekki skipta um treyju við Ronaldo Cristiano Ronaldo jafnaði í gær markamet Real Madrid þegar hann skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Real Madrid á Kára Árnasyni og félögum í Malmö í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 1. október 2015 17:45
Zlatan: Það var mikil hvatning að mæta uppeldisfélaginu Svíinn sigraðist á meiðslum til að geta spilað á móti Malmö í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 16. september 2015 13:00