Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2015 12:35 Lagerbäck á æfingunni í morgun. Vísir/Vilhelm Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM 2016 hófst í dag en strákarnir funduðu með þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni í morgun og æfðu svo á Laugardalsvelli í hádeginu. Ísland mætir Lettlandi á heimavelli á laugardaginn en fer svo til Tyrklands og spilar ytra á þriðjudaginn. Ísland er sem kunnugt er þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 en Lagerbäck sagði við Vísi í dag að það væri mikilvægt að nálgast leikina með réttu hugarfari - og slaka alls ekki á. „Aðstæður eru auðvitað sérstakar vegna þess að við erum komnir áfram. En við ræddum það á okkar fyrsta fundi með leikmönnunum að nú þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og vera 100 prósent fagmenn,“ sagði Lagerbäck.Sjá einnig: Verðum ekki með neina tilraunastarfssemi „Það er alltaf mikilvægt að leggja sig alla fram og læra af leikjunum en nú skiptir líka máli að vinna til að auka möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk fyrir dráttinn í desember.“ „Leikmenn og þjálfarar þurfa því að líta á þessa tvo leiki líkt og þeir væru upp á líf og dauða hjá okkur,“ sagði hann enn fremur.Lars og Eiður Smári Guðjohnsen slá á létta strengi.Vísir/VilhelmÍslandi tókst ekki að skora þegar liðið mætti Kasakstan á Laugardalsvelli í síðasta mánuði og strákarnir þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu í útileiknum gegn Lettlandi fyrir ári síðan. Strákarnir unnu leikinn, 3-0, en skoruðu öll mörkin á síðustu 25 mínútunum eftir að Lettar misstu mann af velli með rautt spjald. Lagerbäck reiknar með því að það verði erfitt fyrir Ísland að skora á laugardaginn. „Þetta verður svipað og í þessum tveimur leikjum. Lettar munu verjast aftarlega og með vel skipulagt lið leikmanna sem berjast mikið. Það gæti tekið tíma að brjóta þá niður og því væri gott að fá mark snemma í leikinn en það gæti reynst erfitt.“ „Við ætlum að reyna að gera betur en í leiknum gegn Kasakstan. Við hreyfðum okkur ekki nógu mikið þegar við sóttum inn á síðasta þriðjung vallarins. Við þurfum að láta reyna meira á andstæðinginn, taka fleiri hlaup án boltans og komast á bak við varnarmennina.“ „Við þurfum að vinna í þessu á æfingum í vikunni. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera vel því annars er of auðvelt að verjast okkur. Þetta verður allt öðruvísi en að spila við lið eins og Holland sem er meira með boltann.“Aron Einar skokkar með félögum sínum á æfingunni í dag.Vísir/VilhelmAron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur aðeins spilað í 25 mínútur með Cardiff í ensku B-deildinni á leiktíðinni en Lagerbäck hefur litlar áhyggjur af því eins og er. „Ef þetta verður svona áfram þá er það auðvitað ekki gott. Það á við um alla leikmenn. En það eru margir leikir í B-deildinni í Englandi og enn langt í EM þannig að ég vonast til að hann fái tækifæri.“ Hann segist annars vera ánægður með stöðu leikmanna landsliðsins. Flestir séu að spila reglulega þó svo að einhverjir þurfi að sætta sig við meiri bekkjarsetu. „Alfreð [Finnbogason] er að fá meiri tíma með sínu liði en Rúrik [Gíslason] hefur verið nokkuð á bekknum í Þýskalandi. En heilt yfir er ástandið gott og margir þeirra eru að standa sig virkilega vel þar að auki.“Alfreð fagnar marki sínu í Meistaradeildinni.Vísir/AFPAlfreð vakti mikla athygli þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Eftir leikinn var Alfreð spurður hvort hann teldi að Lagerbäck væri að horfa, sem Alfreð taldi líklegt. „Jú, jú. Auðvitað var ég að horfa,“ sagði Lagerbäck í léttum dúr og bætti við að hann horfi á eins marga leiki og hann getur, sérstaklega með íslensku leikmönnumum.Sjá einnig: Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið „Ég horfi sennilega á of marga leiki. Maður verður háður því. Sérstaklega þegar íslenskur leikmaður að spila - þá horfir maður, hvort sem er í beinni útsendingu eða á upptöku.“ Hann hrósaði Alfreð fyrir markið sem hann skoraði. „Þetta er hans stærsti kostur. Hann er frábær í teignum og hefur gott auga fyrir því að staðsetja sig rétt.“ „Þetta var ekki síður mikilvægt fyrir hann upp á það að gera að hann fái meira að spila, ekki síst þar sem hann fékk lítið að spila með Real Sociedad í fyrra.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Alfreð Finnbogason var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi sigurmarkið í gær og mótttökurnar er liðið kom aftur til Grikklands í dag. 30. september 2015 19:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Verðum ekki með neina tilraunarstarfsemi Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að liðið verði að taka leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi sem eru framundan í undankeppninni alvarlega. 3. október 2015 09:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM 2016 hófst í dag en strákarnir funduðu með þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni í morgun og æfðu svo á Laugardalsvelli í hádeginu. Ísland mætir Lettlandi á heimavelli á laugardaginn en fer svo til Tyrklands og spilar ytra á þriðjudaginn. Ísland er sem kunnugt er þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 en Lagerbäck sagði við Vísi í dag að það væri mikilvægt að nálgast leikina með réttu hugarfari - og slaka alls ekki á. „Aðstæður eru auðvitað sérstakar vegna þess að við erum komnir áfram. En við ræddum það á okkar fyrsta fundi með leikmönnunum að nú þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og vera 100 prósent fagmenn,“ sagði Lagerbäck.Sjá einnig: Verðum ekki með neina tilraunastarfssemi „Það er alltaf mikilvægt að leggja sig alla fram og læra af leikjunum en nú skiptir líka máli að vinna til að auka möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk fyrir dráttinn í desember.“ „Leikmenn og þjálfarar þurfa því að líta á þessa tvo leiki líkt og þeir væru upp á líf og dauða hjá okkur,“ sagði hann enn fremur.Lars og Eiður Smári Guðjohnsen slá á létta strengi.Vísir/VilhelmÍslandi tókst ekki að skora þegar liðið mætti Kasakstan á Laugardalsvelli í síðasta mánuði og strákarnir þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu í útileiknum gegn Lettlandi fyrir ári síðan. Strákarnir unnu leikinn, 3-0, en skoruðu öll mörkin á síðustu 25 mínútunum eftir að Lettar misstu mann af velli með rautt spjald. Lagerbäck reiknar með því að það verði erfitt fyrir Ísland að skora á laugardaginn. „Þetta verður svipað og í þessum tveimur leikjum. Lettar munu verjast aftarlega og með vel skipulagt lið leikmanna sem berjast mikið. Það gæti tekið tíma að brjóta þá niður og því væri gott að fá mark snemma í leikinn en það gæti reynst erfitt.“ „Við ætlum að reyna að gera betur en í leiknum gegn Kasakstan. Við hreyfðum okkur ekki nógu mikið þegar við sóttum inn á síðasta þriðjung vallarins. Við þurfum að láta reyna meira á andstæðinginn, taka fleiri hlaup án boltans og komast á bak við varnarmennina.“ „Við þurfum að vinna í þessu á æfingum í vikunni. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera vel því annars er of auðvelt að verjast okkur. Þetta verður allt öðruvísi en að spila við lið eins og Holland sem er meira með boltann.“Aron Einar skokkar með félögum sínum á æfingunni í dag.Vísir/VilhelmAron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur aðeins spilað í 25 mínútur með Cardiff í ensku B-deildinni á leiktíðinni en Lagerbäck hefur litlar áhyggjur af því eins og er. „Ef þetta verður svona áfram þá er það auðvitað ekki gott. Það á við um alla leikmenn. En það eru margir leikir í B-deildinni í Englandi og enn langt í EM þannig að ég vonast til að hann fái tækifæri.“ Hann segist annars vera ánægður með stöðu leikmanna landsliðsins. Flestir séu að spila reglulega þó svo að einhverjir þurfi að sætta sig við meiri bekkjarsetu. „Alfreð [Finnbogason] er að fá meiri tíma með sínu liði en Rúrik [Gíslason] hefur verið nokkuð á bekknum í Þýskalandi. En heilt yfir er ástandið gott og margir þeirra eru að standa sig virkilega vel þar að auki.“Alfreð fagnar marki sínu í Meistaradeildinni.Vísir/AFPAlfreð vakti mikla athygli þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Eftir leikinn var Alfreð spurður hvort hann teldi að Lagerbäck væri að horfa, sem Alfreð taldi líklegt. „Jú, jú. Auðvitað var ég að horfa,“ sagði Lagerbäck í léttum dúr og bætti við að hann horfi á eins marga leiki og hann getur, sérstaklega með íslensku leikmönnumum.Sjá einnig: Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið „Ég horfi sennilega á of marga leiki. Maður verður háður því. Sérstaklega þegar íslenskur leikmaður að spila - þá horfir maður, hvort sem er í beinni útsendingu eða á upptöku.“ Hann hrósaði Alfreð fyrir markið sem hann skoraði. „Þetta er hans stærsti kostur. Hann er frábær í teignum og hefur gott auga fyrir því að staðsetja sig rétt.“ „Þetta var ekki síður mikilvægt fyrir hann upp á það að gera að hann fái meira að spila, ekki síst þar sem hann fékk lítið að spila með Real Sociedad í fyrra.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Alfreð Finnbogason var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi sigurmarkið í gær og mótttökurnar er liðið kom aftur til Grikklands í dag. 30. september 2015 19:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Verðum ekki með neina tilraunarstarfsemi Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að liðið verði að taka leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi sem eru framundan í undankeppninni alvarlega. 3. október 2015 09:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Alfreð Finnbogason var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi sigurmarkið í gær og mótttökurnar er liðið kom aftur til Grikklands í dag. 30. september 2015 19:00
Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00
Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03
Verðum ekki með neina tilraunarstarfsemi Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að liðið verði að taka leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi sem eru framundan í undankeppninni alvarlega. 3. október 2015 09:00