Úkraína

Fréttamynd

Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi

Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi.

Erlent
Fréttamynd

Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst

Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu

Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Svipta sjálfa sig friðhelgi

Þingmenn á úkraínska þinginu samþykktu í dag að svipta sjálfa sig friðhelgi og geta þeir nú verið sóttir til saka.

Erlent
Fréttamynd

Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín

Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana.

Erlent