Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 16:25 Forsætisráðherrar Tékklands, Slóveníu og Póllands funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag og lofuðu honum stuðningi. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira