Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 06:32 Úkraínskir hermenn skýla sér fyrir skotárás Rússa í Irpin, nærri Kænugarði. AP/Felipe Dana Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira