Birgir fann vel fyrir sprengingunni við Lviv Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 22:46 Birgir með slösuðum hermanni á úkraínskum herspítala fyrr í dag. Birgir er kominn til Póllands þar sem hann aðstoðar flóttafólk á landamærunum. Að landamærastöðinni koma um 10.000 manns á dag. Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var við hjálparstörf í borginni Lviv í Úkraínu í dag. Stór eldflaugaárás var gerð á herstöð nærri borginni í morgun og kveðst Birgir vel hafa fundið fyrir henni. Hann er nú kominn til Póllands og segir ástandið átakanlegt. Fréttastofa náði tali af Birgi fyrr í kvöld. Hann kveðst ekki vera á vegum Alþingis en hann er með kanadískum þingmanni auk vinar þeirra frá Kanada sem rekur hjálparsamtökin One Free World International. Samtökin hafa verið að dreifa lyfjum og nauðsynjavörum fyrir flóttafólk frá því innrás Rússa hófst. Mbl. is ræddi fyrst við Birgi í dag. Tvítugir strákar mjög illa slasaðir Birgir hefur áður farið út með hjálparsamtökunum, til að mynda í Nagorno-Karabakh stríðinu árið 2020. Hann kannist því við loftvarnarflauturnar. Í dag heimsóttu þeir spítala í höfuðborginni og hann segir að ástandið hafi verið átakanlegt. „Við fórum þarna á nokkra staði, heimsóttum meðal annars herspítala. Þar er mikil þörf fyrir lækningavörur og lyf. Þetta er gamall spítali, byggingin yfir hundrað ára gömul og aðstæðurnar ekki það sem við myndum nú sætta okkur við. Þarna hittum við unga stráka, 19-20 ára gamla sem voru mjög illa slasaðir; búnir að missa hendi eða fót og svo framvegis,“ segir Birgir. Eftir heimsóknina á spítalann fóru þeir í samtökunum á munaðarleysingjahæli í borginni. Mikill fjöldi barna hefur komið á heimilið frá austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst. Birgir segir að þar sé þörfin fyrir aðstoð mikil. Myndin er af aðalinngangi herspítalans í Lviv.Aðsend/Birgir Þórarinsson Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í morgun. Rússar segjast bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Úkraínu segja að 35 hafi látist og 134 særst þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Birgir segist vel hafa fundið fyrir árásinni en hann gisti í borginni Lviv í nótt: „Loftvarnaflauturnar fóru í gang, þetta var mjög öflug sprengja. Hún var nú einhverja 30 kílómetra frá borginni en maður fann mjög vel fyrir henni, þetta minnti mig á jarðskjálftana hérna á síðasta ári. Þessari eldflaug var skotið frá Svartahafi, 2000 kílómetra af skipi þar, og lenti tæpum 30 kílómetrum frá pólsku landamærunum,“ segir Birgir og bætir við að honum hafi verið brugðið. Hermaðurinn sem missti höndina er 21 árs.Aðsend/Birgir Þórarinsson Hann segir að átökin fari versnandi og dapurlegt sé að sjá hvernig innrás Rússa bitni fyrst og fremst á saklausum borgurum; konum, börnum og eldra fólki. Vonir hafi verið bundnar við að borgin Lviv slyppi í átökunum en nú sé fólk orðið óttaslegið. „Þegar við vorum á herspítalanum í dag þá fóru loftvarnaflauturnar af stað og við þurftum að fara niður í kjallara á spítalanum þar sem er svona loftvarnarbyrgi. Það þurfti að slökkva öll ljós á spítalanum og maður verður mjög var við það hvað þetta er nálægt fólki hér,“ segir Birgir. Nú er Birgir kominn í þorp í Póllandi nærri landamærum Úkraínu. Hann fundaði meðal annars með fylkisstjóranum og hermálayfirvöldum í Lviv fyrr í dag. Birgir segir að yfirvöld leggi mikla áherslu á að komið verði á loftvarnarbanni. Það gæti dregið úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. „Það eru allir að leggjast á eitt að aðstoða fólk og það er bara mjög gaman að sjá hvað Pólverjarnir eru duglegir að hjálpa fólki. Við Íslendingar þurfum náttúrulega líka að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður. Margir hafa gengið fleiri kílómetra til að komast að landamærunum.Aðsend/Birgir Þórarinsson Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Birgi fyrr í kvöld. Hann kveðst ekki vera á vegum Alþingis en hann er með kanadískum þingmanni auk vinar þeirra frá Kanada sem rekur hjálparsamtökin One Free World International. Samtökin hafa verið að dreifa lyfjum og nauðsynjavörum fyrir flóttafólk frá því innrás Rússa hófst. Mbl. is ræddi fyrst við Birgi í dag. Tvítugir strákar mjög illa slasaðir Birgir hefur áður farið út með hjálparsamtökunum, til að mynda í Nagorno-Karabakh stríðinu árið 2020. Hann kannist því við loftvarnarflauturnar. Í dag heimsóttu þeir spítala í höfuðborginni og hann segir að ástandið hafi verið átakanlegt. „Við fórum þarna á nokkra staði, heimsóttum meðal annars herspítala. Þar er mikil þörf fyrir lækningavörur og lyf. Þetta er gamall spítali, byggingin yfir hundrað ára gömul og aðstæðurnar ekki það sem við myndum nú sætta okkur við. Þarna hittum við unga stráka, 19-20 ára gamla sem voru mjög illa slasaðir; búnir að missa hendi eða fót og svo framvegis,“ segir Birgir. Eftir heimsóknina á spítalann fóru þeir í samtökunum á munaðarleysingjahæli í borginni. Mikill fjöldi barna hefur komið á heimilið frá austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst. Birgir segir að þar sé þörfin fyrir aðstoð mikil. Myndin er af aðalinngangi herspítalans í Lviv.Aðsend/Birgir Þórarinsson Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í morgun. Rússar segjast bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Úkraínu segja að 35 hafi látist og 134 særst þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Birgir segist vel hafa fundið fyrir árásinni en hann gisti í borginni Lviv í nótt: „Loftvarnaflauturnar fóru í gang, þetta var mjög öflug sprengja. Hún var nú einhverja 30 kílómetra frá borginni en maður fann mjög vel fyrir henni, þetta minnti mig á jarðskjálftana hérna á síðasta ári. Þessari eldflaug var skotið frá Svartahafi, 2000 kílómetra af skipi þar, og lenti tæpum 30 kílómetrum frá pólsku landamærunum,“ segir Birgir og bætir við að honum hafi verið brugðið. Hermaðurinn sem missti höndina er 21 árs.Aðsend/Birgir Þórarinsson Hann segir að átökin fari versnandi og dapurlegt sé að sjá hvernig innrás Rússa bitni fyrst og fremst á saklausum borgurum; konum, börnum og eldra fólki. Vonir hafi verið bundnar við að borgin Lviv slyppi í átökunum en nú sé fólk orðið óttaslegið. „Þegar við vorum á herspítalanum í dag þá fóru loftvarnaflauturnar af stað og við þurftum að fara niður í kjallara á spítalanum þar sem er svona loftvarnarbyrgi. Það þurfti að slökkva öll ljós á spítalanum og maður verður mjög var við það hvað þetta er nálægt fólki hér,“ segir Birgir. Nú er Birgir kominn í þorp í Póllandi nærri landamærum Úkraínu. Hann fundaði meðal annars með fylkisstjóranum og hermálayfirvöldum í Lviv fyrr í dag. Birgir segir að yfirvöld leggi mikla áherslu á að komið verði á loftvarnarbanni. Það gæti dregið úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. „Það eru allir að leggjast á eitt að aðstoða fólk og það er bara mjög gaman að sjá hvað Pólverjarnir eru duglegir að hjálpa fólki. Við Íslendingar þurfum náttúrulega líka að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður. Margir hafa gengið fleiri kílómetra til að komast að landamærunum.Aðsend/Birgir Þórarinsson
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52