Alþingi

Fréttamynd

Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi

Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Fast land undir fótum

Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisrekin elítustjórnmál

Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál.

Skoðun
Fréttamynd

Sex prósent lands­manna urðu fyrir barðinu á elti­hrelli árið 2019

Eltihrellar mega búast við allt að fjögurra ára fangelsisvist eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir þetta ofbeldisglæp og eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa

Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps

Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk.

Innlent
Fréttamynd

Vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar yfir­gefur flokkinn

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga.

Innlent
Fréttamynd

Hálfnað er verk…

Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Fíkn er sjúk­dómur!

Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Andrés fann samhljóm með Pírötum

Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður, segist hafa fundið samhljóm með þingmönnum Pírata. Hann hafi skoðað sig vel um og að endingu ákveðið að ganga til liðs við þá.

Innlent
Fréttamynd

Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata

Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Barnaherbergi komið á Alþingi

Barnaherbergi með skiptiaðstöðu hefur verið útbúið á fyrstu hæð þinghússins. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir þetta gott skref í átt að því að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað.

Innlent
Fréttamynd

Svavar Gestsson jarðsunginn

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur J. kynntur sem Guðni Th.

Mistök voru gerð við útsendingu þingfundar í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis var titlaður sem Guðni Th. Jóhannesson, framsögumaður Vinstri Grænna.

Lífið