Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira