Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:29 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“ Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent