Innlent

Hálfur annar tími og þrjú ó­lík farar­tæki til að sækja slasaðan göngumann

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sérútbúinn torfærubíll Þorbjarnar kom vel að notum.
Sérútbúinn torfærubíll Þorbjarnar kom vel að notum. Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út um miðjan dag í dag ásamt fleirum vegna göngumanns sem hafði hrasað og slasað sig illa á hné sunnan við Kistufell, skammt frá Litla-Hrút.

Fram kemur í færslu frá björgunarsveitinni á samfélagsmiðlum að leiðin upp að Kistufelli sé nokkuð löng og seinfarin. Það hafi tekið klukkutíma að komast að göngumanninum. Sjúkraflutnngamenn verkjastilltu þá göngumanninn og hann borinn á sérstökum börum upp í sérútbúinn buggy-bíl sveitarinnar.

Hinn slasaði var fluttur á sérútbúnum bíl upp á Fagradalsfjall þangað sem jeppi komst.Björgunarsveitin Þorbjörn

Þannig var maðurinn fluttur upp á Fagradalsfjall þar sem hann var færður yfir í jeppa björgunarsveitarinnar sem kom honum loks í sjúkrabíl sem beið við Suðurstrandaveg. Allt í allt tók um eina og hálfa klukkustund að koma manninum slasaða í sjúkrabílinn að því er segir í færslunni.

Slökkvilið Grindavíkur og Brunavarnir Suðurnesja tóku einnig þátt í björguninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×