Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2021 19:21 Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. Fyrsta umræða um frumvarp Katrínar hófst á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir ýmislegt til bóta í frumvarpinu varðandi stöðu þingsins. Til að mynda að frumvörp gætu lifað milli þinga á kjörtímabili þannig að ekki þyrfti að endurflytja mál sem mikil vinna hefði verið lögð í. „Slíkt má að sjálfsögðu ekki verða til þess að mál séu látin dragast að óþörfu og hlaðist upp. Ferlið mætti sjá þannig fyrir sér að þingnefnd sem hefur mál í slíkri stöðu til umfjöllunar leggi til við þingið í heild að málið færist milli þinga. En undirgangist þá skyldu fáist það samþykkt að ljúka vinnu við það á hinu síðara,“ sagði Steingrímur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í umræðum um stjórnarskrárfrumvarp hennar sem ólíklegt er að nái fram að ganga óbreytt eða í heild sinni.Stöð 2/Sigurjón Þá væri sjálfsagt að festa í sessi þá framkvæmd að leitað væri álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en tillaga forsætisráðherra um þingrof væri tekin til afgreiðslu. „Með slíku er leitast við að tryggja að fyrir liggi afstaða þingsins sem heildar til þingrofstillögu forsætisráðherra. Ekki beri að verða við slíkri tillögu ef vilji meirihluta þingsins stendur til annars. Með öðrum orðum, Alþingi verður ekki rofið í óþökk eða andstöðu við vilja þess sjálfs,“ sagði Steingrímur. Þetta undirstrikaði þingræðisregluna og væri eðlilegt í lýðræðisríki með þingbundna ríkisstjórn og framkvæmdavald sem sækti umboð sitt til lýðræðislega kjörins þjóðþings. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði það hafa sína kosti ef kjósendur forgangsröðuðu frambjóðendum til embættis forseta Íslands.Stöð 2/Sigurjón Margar athugasemdir við ákvæði um forsetaembættið Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði tillögur varðandi þingið táknrænar fremur en að þær styrktu stöðu þingsins svo mikið. Töluvert var rætt um ákvæði varðandi forsetaembættið eins og að kjósendur röðuðu frambjóðendum í forgangsröð til að tryggja að forseti hverju sinni hefði meirihluta á bakvið sig. Það var augljóst á málflutningi Birgis Ármannssonar að hann telur ekki mikla þörf fyrir þær breytingar sem kveðið er á um í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur.Stöð 2/Sigurjón „Ef þingið teldi að það væri með einhverjum hætti nauðsynlegt eða mikilvægt að knýja fram meirihluta á bakvið sitjandi forseta held ég að það væri eðlilegra, heppilegra og hreinlegra að gera það með tveimur umferðum,“ sagði Birgir. Ef kjósendur forgangsröðuðu frambjóðendum væri hætta á að lægsti samnefnarinn yrði fyrir valinu en ekki einhver sem meirihluti kjósenda í raun vildi. Það væri síðan smekksatriði hvort kjörtímabil forseta yrði lengt úr fjórum árum í sex. Sjálfur sæi hann enga ástæðu til þess. Hins vegar ætti ekki aðtakmarka hversu mörg kjörtímabil forseti gæti setið. „Það eru til reglur í löndum í kringum okkur, Bandaríkin, Frakkland, jafnvel fleiri lönd þar sem forsetaembættið er mjög valdamikið. Þar sem því eru settar skorður að einn maður geti gengt það valdamiklu embætti í of langan tíma. Þær aðstæður eiga ekki við með neinum hætti hér á landi,“ sagði Birgir Ármannsson. Mun fleiri sjónarmið komu fram varðandi stjórnarskrárfrumvarpið. Til að mynda um auðlindaákvæðið og hvort ekki hefði verið rétt að leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á Alþingi nú í kvöld og verður frumvarpið nú tekið til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áður en önnur umræða hefst um það á Alþingi. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir auðlindaákvæðistillögu „eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Formenn Viðreisnar og Miðflokksins segja ýmislegt við stjórnarskrárbreytingatillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem hún hefur lagt fram á þingi, óljóst. Þau telja það bæði varhugavert að tillögurnar séu ekki lagðar fram í sátt eða breiðri samstöðu. 8. febrúar 2021 10:43 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp Katrínar hófst á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir ýmislegt til bóta í frumvarpinu varðandi stöðu þingsins. Til að mynda að frumvörp gætu lifað milli þinga á kjörtímabili þannig að ekki þyrfti að endurflytja mál sem mikil vinna hefði verið lögð í. „Slíkt má að sjálfsögðu ekki verða til þess að mál séu látin dragast að óþörfu og hlaðist upp. Ferlið mætti sjá þannig fyrir sér að þingnefnd sem hefur mál í slíkri stöðu til umfjöllunar leggi til við þingið í heild að málið færist milli þinga. En undirgangist þá skyldu fáist það samþykkt að ljúka vinnu við það á hinu síðara,“ sagði Steingrímur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í umræðum um stjórnarskrárfrumvarp hennar sem ólíklegt er að nái fram að ganga óbreytt eða í heild sinni.Stöð 2/Sigurjón Þá væri sjálfsagt að festa í sessi þá framkvæmd að leitað væri álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en tillaga forsætisráðherra um þingrof væri tekin til afgreiðslu. „Með slíku er leitast við að tryggja að fyrir liggi afstaða þingsins sem heildar til þingrofstillögu forsætisráðherra. Ekki beri að verða við slíkri tillögu ef vilji meirihluta þingsins stendur til annars. Með öðrum orðum, Alþingi verður ekki rofið í óþökk eða andstöðu við vilja þess sjálfs,“ sagði Steingrímur. Þetta undirstrikaði þingræðisregluna og væri eðlilegt í lýðræðisríki með þingbundna ríkisstjórn og framkvæmdavald sem sækti umboð sitt til lýðræðislega kjörins þjóðþings. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði það hafa sína kosti ef kjósendur forgangsröðuðu frambjóðendum til embættis forseta Íslands.Stöð 2/Sigurjón Margar athugasemdir við ákvæði um forsetaembættið Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði tillögur varðandi þingið táknrænar fremur en að þær styrktu stöðu þingsins svo mikið. Töluvert var rætt um ákvæði varðandi forsetaembættið eins og að kjósendur röðuðu frambjóðendum í forgangsröð til að tryggja að forseti hverju sinni hefði meirihluta á bakvið sig. Það var augljóst á málflutningi Birgis Ármannssonar að hann telur ekki mikla þörf fyrir þær breytingar sem kveðið er á um í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur.Stöð 2/Sigurjón „Ef þingið teldi að það væri með einhverjum hætti nauðsynlegt eða mikilvægt að knýja fram meirihluta á bakvið sitjandi forseta held ég að það væri eðlilegra, heppilegra og hreinlegra að gera það með tveimur umferðum,“ sagði Birgir. Ef kjósendur forgangsröðuðu frambjóðendum væri hætta á að lægsti samnefnarinn yrði fyrir valinu en ekki einhver sem meirihluti kjósenda í raun vildi. Það væri síðan smekksatriði hvort kjörtímabil forseta yrði lengt úr fjórum árum í sex. Sjálfur sæi hann enga ástæðu til þess. Hins vegar ætti ekki aðtakmarka hversu mörg kjörtímabil forseti gæti setið. „Það eru til reglur í löndum í kringum okkur, Bandaríkin, Frakkland, jafnvel fleiri lönd þar sem forsetaembættið er mjög valdamikið. Þar sem því eru settar skorður að einn maður geti gengt það valdamiklu embætti í of langan tíma. Þær aðstæður eiga ekki við með neinum hætti hér á landi,“ sagði Birgir Ármannsson. Mun fleiri sjónarmið komu fram varðandi stjórnarskrárfrumvarpið. Til að mynda um auðlindaákvæðið og hvort ekki hefði verið rétt að leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á Alþingi nú í kvöld og verður frumvarpið nú tekið til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áður en önnur umræða hefst um það á Alþingi.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir auðlindaákvæðistillögu „eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Formenn Viðreisnar og Miðflokksins segja ýmislegt við stjórnarskrárbreytingatillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem hún hefur lagt fram á þingi, óljóst. Þau telja það bæði varhugavert að tillögurnar séu ekki lagðar fram í sátt eða breiðri samstöðu. 8. febrúar 2021 10:43 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Segir auðlindaákvæðistillögu „eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Formenn Viðreisnar og Miðflokksins segja ýmislegt við stjórnarskrárbreytingatillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem hún hefur lagt fram á þingi, óljóst. Þau telja það bæði varhugavert að tillögurnar séu ekki lagðar fram í sátt eða breiðri samstöðu. 8. febrúar 2021 10:43
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21