Tennis

Sú tékkneska vann Wimbledon mótið
Tékkneska tenniskonan Barbora Krejcikova vann Wimbledon risamótið í tennis í dag eftir sigur á Jasmine Paolini í úrslitaleiknum.

Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker
Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu.

Kallar Novak Djokovic Svarthöfða tennisheimsins
Tennisgoðsögnin John McEnroe er á því að serbneski tenniskappinn sé óumbeðið í hlutverki Svarthöfða í tennisheiminum.

Tennisfélag Kópavogs og Víkingur Íslandsmeistarar í tennis
Tennisfélag Kópaovgs (TFK) og Víkingur urðu á föstudag Íslandsmeistarar í liðakeppni Tennissambands Íslands. Keppt var í Víkinni, á tennisvöllum Víkings.

Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik
Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag.

Andy Murray dregur sig úr keppni á Wimbledon
Andy Murray hefur dregið sig úr keppni í einliðaleik á Wimbledon tennismótinu vegna meiðsla í baki.

Ein sú besta dregur sig einnig úr keppni á Wimbledon
Aryna Sabalenka mun ekki keppa á Wimbledon-mótinu í tennis vegna meiðsla. Fyrir ekki svo löngu var tilkynnt að hún myndi ekki keppa á Ólympíuleikunum í sumar en hún ætlaði sér þó að keppa á Wimbledon.

Bakmeiðsli plaga Murray og enn óvíst hvort hann taki þátt á Wimbledon
Wimbledon tennismótið á Englandi hefst í dag en það er enn óvíst hvort Andy Murray muni taka þátt. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki.

Egill Sigurðsson Íslandsmeistari í tennis eftir bráðabana í úrslitaleik
Spennan var mikil í úrslitaleiknum í karlaflokki á Íslandsmótinu í utanhúss tennis. Þar mættust Raj Kumar Bonifacius og Egill Sigurðsson en báðir keppa þeir undir merkjum Víkings.

Þrettán ára Íslandsmeistari í tennis
Hin þrettán ára Garima N. Kalugade varð í dag Íslandsmeistari utanhúss í tennis annað árið í röð.

Dagskráin í dag: Íslandsmótið í tennis, HM í pílu og formúla 1
Boltagreinarnar fá smá hvíld á sportstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag en það er samt eitt og annað í boði fyrir íþróttáhugafólk.

Ein sú besta í heimi velur heilsuna yfir Ólympíuleikana
Aryna Sabalenka mun ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar en hún er númer þrjú á heimslistanum í tennis.

Vill ekki spila á Wimbledon því það gæti skemmt undirbúning fyrir Ólympíuleikana
Tenniskappinn Rafael Nadal hefur ákveðið að draga sig frá keppni á Wimbledon mótinu sem hefst 1. júlí. Á Wimbledon er spilað á grasi og Nadal vill frekar setja sína orku í að æfa á leirvelli til að ná sem bestum árangri á Ólympíuleikunum í sumar.

Ætlar að flúra Eiffel turninn á sig til að fagna titlinum
Carlos Alcaraz stóð uppi sem sigurvegari opna franska meistaramótsins í tennis um helgina. Hann mun gera minninguna varanlega með húðflúri af Eiffel turninum.

Alcaraz kom, sá og sigraði Opna franska
Spánverjinn Carlos Alcaraz tryggði sér í dag sigur á Opna franska risamótinu í tennis er hann sigraði Þjóðverjann Alexander Zverev í úrslitum.

Swiatek sigraði Opna franska þriðja árið í röð
Pólska tenniskonan Iga Swiatek bar sigur úr býtum á Opna franska risamótinu í tennis í dag.

Yngst á þessari öld til að komast í undanúrslit
Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul.

Djokovic dregur sig úr keppni og missir efsta sætið til Sinner
Novak Djokovic mun detta úr efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hafa dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir á leirvellinum við Roland Garros.

Djokovic kennir slæmum vallaraðstæðum um meiðsli
Novak Djokovic mun mögulega ekki geta haldið áfram keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann segir orsakast af slæmum vallaraðstæðum.

Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París
Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi.

Áhorfandi hrækti á keppanda og nú á að banna áfengi
Opna franska meistaramótið í tennis hefur ákveðið að bregðast við kvörtunum kappans David Goffin og banna áfengissölu á mótinu.

Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins
Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð.

Bönnuðu henni að eiga kærasta
Breska tennisstjarnan Emma Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis árið 2021. Lykilillinn að velgengninni var mögulega það að ekkert mátti trufla tennisæfingarnar þegar hún var yngri.

Reyndi að líma fótinn sinn fastan í stúkunni
Umhverfisverndarsinnar trufluðu leik á Masters1000 tennismótinu í Róm þegar hópar fólks réðust inn á tvo tennisvelli á sama tíma.

Fékk flösku í hausinn í gær og mætti með hjálm í dag
Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic mætti með helstu varúðarráðstafanir er hann gaf aðdáendum eiginhandaráritanir á Opna ítalska mótinu í tennis í dag.

Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús
Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga.

Fullvissuð um það að íþróttafólk utan skápsins sé öruggt í Sádi Arabíu
Rússneska tenniskonan Daria Kasatkina er ein af fáum sem keppa meðal þeirra bestu í tennisheiminum jafnframt því að vera komin út úr skápnum í sínu einkalífi.

Djokovic segir þjálfaranum upp
Tennisstjarnan Novak Djokovic hefur sagt upp þjálfara sínum Goran Ivanisevic. Hann segir þá skilja sáttir.

Harmi slegin en þau voru hætt saman
Önnur besta tenniskona heims hefur nú tjáð sig opinberlega eftir óvænt andlát íshokkíþjálfarans og fyrrum íshokkkíleikmannsins Konstantin Koltsov.

Sú besta vill enga svindlara: „Bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér“
Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk afar góðar viðtökur frá öllum nema einni, þegar hún sneri aftur til keppni á Miami Open í gær eftir bann vegna lyfjamisnotkunar.