Emma mjög ánægð með hvernig tekið var á eltihrelli hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 22:30 Emma Raducanu mun keppa á Wimbledon mótinu í tennis í sumar. Getty/Luke Walker Enska tenniskonan Emma Raducanu hrósar forráðamönnum Wimbledon mótsins í tennis fyrir hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að eltihrellir hennar keypti miða á mótið. Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu. Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sjá meira
Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu.
Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sjá meira