Emma mjög ánægð með hvernig tekið var á eltihrelli hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 22:30 Emma Raducanu mun keppa á Wimbledon mótinu í tennis í sumar. Getty/Luke Walker Enska tenniskonan Emma Raducanu hrósar forráðamönnum Wimbledon mótsins í tennis fyrir hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að eltihrellir hennar keypti miða á mótið. Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu. Tennis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu.
Tennis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira