Lögreglumál

Fréttamynd

Kær­endur hafi átt frum­kvæði að því að ljúka málinu með greiðslu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þá var einn handtekinn í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sigur­veigu lokið

Leit að Sigur­veigu Steinunni Helga­dóttur er lokið. Hún hefur sjálf látið vita af sér. Þetta stað­festir bróðir hennar, Þor­valdur S. Helga­son.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán og ekið um með unga­barn í fanginu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vopnað rán í póstnúmerinu 105. Var greint frá því að einstaklingur hefði ógnað öðrum með skotvopni og krafið um fjármuni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“

Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 

Innlent
Fréttamynd

Kona ráfandi um á sokkunum

Tæplega áttatíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að nokkuð hafi verið um ölvun og stimpingar í miðborginni. Þar gistu þrír einstaklingar fangageymslu eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Ný tegund net­svika beinist að heima­banka Ís­lendinga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við nýju formi net­svika, svo­kölluðum smis­hing á­rásum. Þar er mark­miðið að yfir­taka heima­banka með al­var­legum af­leiðingum, að því er segir í til­kynningu lög­reglunnar. Fólk fái skila­boð sem líti út fyrir að vera frá þeirra við­skipta­banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi

Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn lög­reglu­þjónum en sagði þá ætla að drepa hann

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að ger­endum í líkams­á­rásar­máli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið.

Innlent