Líðan mannsins sem var stunginn er stöðug að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild.
Hún segir rannsókn enn á frumstigi en lögregla sé búin að ræða stuttlega við aðila málsins. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan hálf fjögur aðfaranótt laugardags.
Ungt par hafði þá verið á gangi á Hofsvallagötu við Hringbraut og haft afskipti af karlmanni sem stóð úti á miðri götu. Miðað við fyrstu upplýsingar virðast árásarmaðurinn og árásarþoli ekkert tengjast og árásin svo að segja tilefnislaus.