Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 21:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01