Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 21:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01