Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 18:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttr utanríkisráðherra gat ekki fullyrt í Kryddsíldinni að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún segir hugtakið lagalegs eðlis og aðeins hægt að skera úr um það fyrir dómstólum. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira