Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:14 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir aðgerðir við að koma á heitu vatni í Grindavíkurbæ hafa gengið vel. Vísir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira