Evrópudeild UEFA

Ronaldo mættur aftur á æfingar og gæti spilað á fimmtudaginn
Cristiano Ronaldo er byrjaður að æfa á ný með aðalliði Manchester United eftir að hafa verið settur í skammakrókinn fyrir fýlukastið sitt í Tottenham leiknum.

Sjáðu helstu atvikin í sigri Arsenal á PSV
Arsenal tryggði sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld með 1-0 sigri gegn PSV í Lundúnum. Granit Xhaka skoraði sigurmarkið á 70. mínútu.

Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli
Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum.

Segir að óvænta hetjan á Old Trafford eigi eftir að fá Jerry Maguire símtal
Francis Uzoho sló í gegn með frammistöðu sinni í marki Omonia Nicosia á Old Trafford í gærkvöldi en þessi 23 ára gamli markvörður hefur stolið fyrirsögnunum eftir leikinn þrátt fyrir tap kýpverska liðsins.

Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum
Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum
Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil.

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi
Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Bannað að mæta í Arsenal fötum á leikinn í kvöld
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt taka í kvöld á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar þegar Arsenal liðið kemur í heimsókn norður til Bodö.

Stuðningsmenn Real Betis lögðu eitt frægasta torgið í Róm í rúst
Gærkvöldið var ekki gott kvöld fyrir ítalska félagið Roma sem tapaði þá 2-1 á móti spænska félaginu Real Betis í Evrópudeildinni. Það var þó ekki það eina sem pirraði Rómverja í kringum leikinn í gær.

Arsenal ekki í vandræðum með Alfons og félaga
Arsenal vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Alfons Sampsted og félögum hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Varamennirnir snéru taflinu við fyrir United
Manchester United vann mikilvægan 2-3 sigur er liðið heimsótti kýpverska liðið Omonia í riðlakeppni Evrópdeildar UEFA í kvöld.

Dagskráin í dag: Man. Utd á Kýpur og Subway-deildin hefst með stórleik
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem sýndar verða meðal annars beinar útsendingar frá leikjum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í fótbolta, og úr fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar vinsælli en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, barðist fyrir því á sínum tíma að fá Sambandsdeildina samþykkta, deild sem varð svo vinsælli en Evrópudeildin, samkvæmt honum sjálfum.

Finnsku meistararnir fá himinháa sekt fyrir „UEFA mafíu“ söngva
Finnlandsmeistarar HJK Helsinki hafa verið sektaðir um 18 þúsund evrur vegna óláta áhorfenda liðsins í 2-0 tapi þess fyrir Real Betis frá Spáni í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrr í þessum mánuði.

Fengu matareitrun í eða á leiðinni heim frá Moldóvu
Manchester United vann 2-0 útisigur á Sheriff Tiraspol ytra í Evrópudeildinni á fimmtudaginn var. Fjöldi leikmanna gat hins vegar ekki mætt til æfinga á föstudegi né laugardegi vegna matareitrunar.

Evrópuævintýri Alfons og félaga hófst gegn Val
Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0.

Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn.

Ronaldo komst á blað er Man Utd vann í Moldóvu
Manchester United er komið á blað í Evrópudeildinni í fótbolta þökk sé 2-0 sigri ytra á Sheriff Tiraspol. Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik.

Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað
Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

Umdeild vítaspyrna batt enda á sigurgöngu United
Eftir fjóra sigurleiki í röð mátti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þola 0-1 tap er liðið tók á móti Real Sociedad í fyrstu umferð E-riðils Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Nketiah tryggði Skyttunum sigurinn
Arsenal er talið líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina í fótbolta á þessari leiktíð og Skytturnar hófu tímabilið á 1-2 sigri gegn FC Zurich í kvöld.

Alfons og félagar misstu niður sigur í Evrópudeildinni
Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti PSV Eindhoven í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

Arsenal líklegast til að vinna Evrópudeildina
Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi.

„Lögfræðingurinn minn mun hafa nóg að gera“
Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, er undir rannsókn ítalskra fótboltayfirvalda vegna ummæla í garð dómara um helgina. Lið hans tapaði 2-1 fyrir Napoli.

Alfons mætir Arsenal | Þægilegur riðill hjá United
Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í hádeginu. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt frá Noregi drógust í riðil með enska stórliðinu Arsenal og þá fer Elías Rafn Ólafsson til Rómarborgar.

Stefán Teitur og félagar misstu af sæti í Evrópudeildinni
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg misstu naumlega af sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn finnska liðinu HJK í dag. HJK vann fyrri leikinn 1-0 og einvígið því samanlagt 2-1.

Alfons þarf að sætta sig við Evrópudeildina eftir svekkjandi tap í Zagreb
Alfons Sampsted lék allan leikinn í 4-1 tapi Bodø/Glimt gegn Dinamo Zagreb í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en samanlögð staða var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2-2.

Stefán og félagar þurfa að snúa taflinu við á heimavelli
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti HJK til Finnlands í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum
Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Real Madrid er besta lið Evrópu
Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.