Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 07:28 Það gengur vel hjá Xabi Alonso. Getty/Alex Grimm Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira