Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn Óskarsson og Sverrir Ingi Ingason voru þeir einu sem komu við sögu hjá sínum félögum. getty Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld. Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17
Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30