Bandaríkin

Fréttamynd

Segir nánast ó­mögu­legt að koma hjálpar­gögnun inn á Gasa

Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að kveikja í æsku­heimili Martin Luther King

Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið. 

Erlent
Fréttamynd

Selena Gomez sögð í sam­bandi með vini Justin Bieber

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­reiða í Washington og til­hlökkun í Moskvu

Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“

Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.

Erlent
Fréttamynd

Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye

Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016.

Lífið
Fréttamynd

McDonald's kynnir systur­keðju

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Biden til­búinn að lúffa fyrir Repúblikönum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili.

Erlent
Fréttamynd

Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara

Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Saka Trump um að hafa æst fólk til of­beldis

Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur mætast í kapp­ræðum Repúblikanaflokksins á morgun

Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. 

Erlent