Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. janúar 2026 20:00 Þorgerður Katrín segir að Þjóðverjar séu að bæta verulega í fjárfestingar í varnarmálum, og horfi í auknum mæli til Norður Atlantshafs hvað það varðar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Þetta segir Þorgerður í viðtali við fréttastofu, eftir fund hennar með utanríkisráðherra Þýskalands á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Þýski utanríksráðherrann Johann Wadephul er á leið til Bandaríkjanna til fundar við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni þangað og fór fram á stuttan fund með Þorgerði. Atlantshafsbandalagið gríðarlega mikilvægt Þorgerður segir að Ísland og Þýskaland séu þjóðir sem hafa verið í góðum samskiptum, og einstakt samband sé milli ríkjanna. Á stuttum 45 mínútna fundi með Wadephul hafi málefni Norðurslóða og Atlantshafsbandalagsins verið í brennidepli. „Við teljum gríðarlega mikilvægt að Nato standi saman, ríkin sem þar eru. Samskipti okkar við Bandaríkin hafa verið mikilvæg, verið okkur dýrmæt.“ „Það skiptir máli fyrir stóru myndina að þau bönd verði treyst áfram en um leið erum við sammála um mikilvægi alþjóðalaga.“ Varðandi framtíð Grænlands segir Þorgerður að þau Wadephul hafi sammælst um að ekkert verði ákveðið um Grænland án Grænlendinga. Það væri þeirra að ákveða sína framtíð. „Það skiptir máli að Nato standi saman á þessum tímum, á endanum er þessi mikla ógn frá Rússlandi sem stendur enn í þessu hryllilega árásarstríði á Úkraínu.“ „Þar eru okkar prinsip þau sömu. Virða lýðræðið, mannréttindi, ekki síður friðhelgi landamæra og sjálfsákvörðunarrétt þjóða.“ Til stendur að Wadephul fundi með Marco Rubio í Bandaríkjunum og svo muni hann síðar funda með Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, til að ræða Grænland og málefni norðurslóða. Hún segir jákvætt að Evrópuþjóðir eigi þessi samtöl við Bandaríkin á viðkvæmum tímum á alþjóðasviðinu. Hún hafi farið vel yfir málefni norðurslóða og Norður-Atlantshafs með Wadephul. „Þegar Þjóoðverjar eru að bæta verulega í fjárfestingu í sínum vörnum, búnaði og hergögnum, og eru líka að horfa til Norður-Atlantshafs hvað það varðar, eykur það öryggi okkar Íslendinga.“ „Samhliða því finnum við að bandalagsþjóðir í Evrópu eru að horfa í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi.“ Ræddu mál í trúnaði Þorgerður segir að hún hafi einnig talað um ákveðið mál við Wadephul í miklum trúnaði sem varðar stóru myndina, en ekkert fæst gefið upp um það hvað það var. „Sumt er gott að gera á slíkum tvíhliða fundum, sem treystir og dýpkar vináttuna. Það er stundum gott að fá að fletta aðeins upp í hvort öðru. Í stöðu heimsmála í dag er hagsmunagæsla Íslands eitt það mikilvægasta sem við þurfum að tryggja.“ Þorgerður og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í október síðastliðnum. Sagt var að með yfirlýsingunni væri lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efldi eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi. Tvíhliða varnarsamningur við Evrópusambandið enn á borðinu Þorgerður segir að hún hafi aðeins rætt ýmis verkefni sem hægt væri að fara í á sviði varnarmála við Wadephul. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að styrkja grunnstoðirnar. Þær eru tvær, annars vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin og hins vegar Atlantshafsbandalagið.“ „En við erum líka að styrkja böndin við þjóðir eins og Finnland, Kanada, og Þýskaland.“ Enn standi til að undirrita tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið. „Ég mun halda áfram að vinna að því, af því það eru íslenskir hagsmunir að gera samkomulag við Evrópusambandið, eins og Noregur hefur gert, Japan, og aðrar líkt þenkjandi þjóðir. Vonandi að það náist núna fyrr en síðar,“ segir Þorgerður Katrín. Öryggis- og varnarmál Viðreisn Þýskaland Grænland Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta segir Þorgerður í viðtali við fréttastofu, eftir fund hennar með utanríkisráðherra Þýskalands á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Þýski utanríksráðherrann Johann Wadephul er á leið til Bandaríkjanna til fundar við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni þangað og fór fram á stuttan fund með Þorgerði. Atlantshafsbandalagið gríðarlega mikilvægt Þorgerður segir að Ísland og Þýskaland séu þjóðir sem hafa verið í góðum samskiptum, og einstakt samband sé milli ríkjanna. Á stuttum 45 mínútna fundi með Wadephul hafi málefni Norðurslóða og Atlantshafsbandalagsins verið í brennidepli. „Við teljum gríðarlega mikilvægt að Nato standi saman, ríkin sem þar eru. Samskipti okkar við Bandaríkin hafa verið mikilvæg, verið okkur dýrmæt.“ „Það skiptir máli fyrir stóru myndina að þau bönd verði treyst áfram en um leið erum við sammála um mikilvægi alþjóðalaga.“ Varðandi framtíð Grænlands segir Þorgerður að þau Wadephul hafi sammælst um að ekkert verði ákveðið um Grænland án Grænlendinga. Það væri þeirra að ákveða sína framtíð. „Það skiptir máli að Nato standi saman á þessum tímum, á endanum er þessi mikla ógn frá Rússlandi sem stendur enn í þessu hryllilega árásarstríði á Úkraínu.“ „Þar eru okkar prinsip þau sömu. Virða lýðræðið, mannréttindi, ekki síður friðhelgi landamæra og sjálfsákvörðunarrétt þjóða.“ Til stendur að Wadephul fundi með Marco Rubio í Bandaríkjunum og svo muni hann síðar funda með Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, til að ræða Grænland og málefni norðurslóða. Hún segir jákvætt að Evrópuþjóðir eigi þessi samtöl við Bandaríkin á viðkvæmum tímum á alþjóðasviðinu. Hún hafi farið vel yfir málefni norðurslóða og Norður-Atlantshafs með Wadephul. „Þegar Þjóoðverjar eru að bæta verulega í fjárfestingu í sínum vörnum, búnaði og hergögnum, og eru líka að horfa til Norður-Atlantshafs hvað það varðar, eykur það öryggi okkar Íslendinga.“ „Samhliða því finnum við að bandalagsþjóðir í Evrópu eru að horfa í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi.“ Ræddu mál í trúnaði Þorgerður segir að hún hafi einnig talað um ákveðið mál við Wadephul í miklum trúnaði sem varðar stóru myndina, en ekkert fæst gefið upp um það hvað það var. „Sumt er gott að gera á slíkum tvíhliða fundum, sem treystir og dýpkar vináttuna. Það er stundum gott að fá að fletta aðeins upp í hvort öðru. Í stöðu heimsmála í dag er hagsmunagæsla Íslands eitt það mikilvægasta sem við þurfum að tryggja.“ Þorgerður og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í október síðastliðnum. Sagt var að með yfirlýsingunni væri lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efldi eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi. Tvíhliða varnarsamningur við Evrópusambandið enn á borðinu Þorgerður segir að hún hafi aðeins rætt ýmis verkefni sem hægt væri að fara í á sviði varnarmála við Wadephul. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að styrkja grunnstoðirnar. Þær eru tvær, annars vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin og hins vegar Atlantshafsbandalagið.“ „En við erum líka að styrkja böndin við þjóðir eins og Finnland, Kanada, og Þýskaland.“ Enn standi til að undirrita tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið. „Ég mun halda áfram að vinna að því, af því það eru íslenskir hagsmunir að gera samkomulag við Evrópusambandið, eins og Noregur hefur gert, Japan, og aðrar líkt þenkjandi þjóðir. Vonandi að það náist núna fyrr en síðar,“ segir Þorgerður Katrín.
Öryggis- og varnarmál Viðreisn Þýskaland Grænland Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira