Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 16:17 Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik. Getty Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry. Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry.
Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira