Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 16:17 Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik. Getty Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry. Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Sjá meira
Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry.
Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Sjá meira