Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 17:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna. EPA Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira