Bandaríkin

Fréttamynd

Tókst að stafsetja „querimonious“ og „solidungulate“

Hin 14 ára Zaila Avant-garde er fyrsta svarta bandaríska ungmennið sem vinnur hina víðfrægu Scripps-stafsetningarkeppni. Avant-garde, sem er frá New Orleans í Louisiana, sigraði með því að stafa orðið „murraya“, sem er trjátegund sem vex í hitabeltinu.

Erlent
Fréttamynd

Telja engar líkur á að finna fólk á lífi í rústunum

Borgarstjóri í Miami-Dade á Flórída segir nú engar líkur vera á að finna fólk á lífi í rústum íbúðabyggingarinnar sem hrundi á Surfside í Miami 24. júní síðastliðinn. Því sé starfið þar nú ekki lengur skilgreint sem björgunaraðgerð heldur leitaraðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Trump fer í mál við sam­fé­lags­miðlarisa

Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu.

Erlent
Fréttamynd

Litlar sem engar líkur á að finna fólk á lífi

Líkamsleifar átta manns fundust í gær í rústum fjölbýlishúss sem hrundi nýverið í bænum Surfside í Flórída. Enn er rúmlega hundrað manns saknað og ráðamenn sem stýra björgunarstörfum í rústunum virðast telja litlar líkur á því að finna fólk á lífi í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Lög­maður Brit­n­ey hættir

Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni.

Lífið
Fréttamynd

Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás

Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking.

Erlent
Fréttamynd

Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur

Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Richard Donner er látinn

Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hæsti hestur í heimi er allur

Hesturinn Big Jake lést á dögunum tuttugu ára gamall. Hann var árið 2010 útnefndur hæsti hestur í heimi af heimsmetabók Guinness.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan

Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um galla í blokkinni sem hrundi

Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast milljarða til leysa gögn úr haldi

Tölvuþrjótar sem tóku gögn hundraða fyrirtækja víða um heim í gíslingu fyrir helgi krefjast nú jafnvirði um 8,7 milljarða króna í lausnargjald. Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana sinna þegar kassakerfi þeirra læstist.

Erlent
Fréttamynd

Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum

Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana.

Erlent
Fréttamynd

Búið að rífa restina af húsinu og leit hafin á ný

Leifar íbúðahússins í Flórída sem hrundi á dögunum með hörmulegum afleiðingum hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Hluti byggingarinnar hrundi til grunna þann 24. júní síðastliðinn og er 121 enn saknað en 24 hafa fundist látnir í rústunum.

Erlent