Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 07:01 Rupert Murdoch, eigandi Fox Corp., er 91 árs gamall. Hann sagði við vitnaleiðslur að hann hefði getað stöðvað dreifingu samsæriskenninga um forsetakosningarnar 2020. AP/Mary Altaffer Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru á mánudaginn vegna lögsóknar fyrirtækisins Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Gaf Kushner upplýsingar um auglýsingar Bidens Nýjustu gögnin sýna að Murdoch trúði því ekki að kosningasvindl hefði átt sér stað. Þau gefa einnig í skyn að hann gaf Jared Kushner, tengdasyni Trumps, trúnaðarupplýsingar um auglýsingar Joes Bidens, forseta, í kosningabaráttunni og sagði Kushner frá undirbúningi Bidens fyrir kappræður við Trump sem fóru fram á Fox. Skjöl sem höfðu verið opinberuð áður sýndu fram á að helstu stjörnur Fox og yfirmenn töluðu sín á milli um miklar efasemdir sem þau höfðu um að kosningasvindl hefði raunverulega átt sér stað. Vildu ná aftur til áhorfenda Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Gögn sem lögmenn Dominion hafa komið höndum yfir eins og skilaboð og tölvupóstar starfsmanna Fox sýna fram á að forsvarsmenn stöðvarinnar tóku þá ákvörðun að fjalla um lygar Trumps og bandamanna hans um kosningasvindl með því markmiði að ná aftur til áhorfendanna sem höfðu snúið sér annað og til að forðast það að missa fleiri áhorfendur, eins og bent er á í frétt Politico. Þegar aðrar fréttastofur lýstu yfir sigri Bidens þann 7. nóvember, degi eftir kosningarnar, gerði Fox það ekki strax. Rupert Murdoch sendi þá skilaboð til Lachlans Murdochs og sagði að Fox hefði getað verið fyrsta fréttastofan til að taka þetta skref og að réttast hefði verið að gera það. Rupert Murdoch bætti við að með því að fara rólega slyppu þeir við „Trump sprengingu“. Lachlan svaraði honum: „Ég held það sé gott að fara varlega. Sérstaklega þar sem við erum enn í vandræðum vegna Arizona.“ Önnur skilaboð Lachlan Murdoch sýndu að hann gagnrýndi fréttaflutning frá samstöðufundi Trumps, þann 14. nóvember, fyrir of mikla gagnrýni. Hann sagði við einn af yfirmönnum fréttastofunnar að fréttamenn ættu að vanda sig við fréttaflutning af samstöðufundinum. Lachlan Murdoch sagði að nokkur ummæli fréttamanna hefðu verið of gagnrýnin og það væri ekki rétt. „Frásögnin ætti að vera á þann veg að þetta væri stærðarinnar fögnuðu forsetans.“ Segja Fox-liða hafa vísvitandi dreift lygum Mál Dominion snýr í grófum dráttum að því að yfirmenn og starfsmenn Fox News hafi vísvitandi sagt ósatt um kosningasvindlið í sjónvarpi, en í einrúmi hafi þau sagst ekki trúa þessum ásökunum sem þau tóku jafnvel undir í útsendingu. Þau hafi sum sé vísvitandi logið um Dominion og veitt öðrum vettvang til að dreifa lygum um fyrirtækið. Dominion beinir spjótum sínum sérstaklega að þeim Sidney Powell og Rudy Giuliani, sem leiddu um tíma viðleitni Trumps til að snúa úrslitum kosninganna. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Powell hélt því meðal annars fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða og að vélarnar hefðu verið framleiddar í Venesúela. Áðurnefnd samskipti og vitnaleiðslur sýna samkvæmt lögmönnum Dominion fram á að yfirmenn sjónvarpsstöðvarinnar og fyrirtækisins alls hafi vitað að verið væri að dreifa lygum, þau hafi getað stöðvað það en ákveðið að gera það ekki. Gat gripið til aðgerða en gerði það ekki Við vitnaleiðslur Murdochs var hann spurður út í það hvort hann hefði getað gefið út þá skipun að Sidney Powell og Rudy Giuliani, sem leiddu um tíma viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna, yrði meinað um viðtöl á Fox. Murdoch játaði því. „Ég hefði getað það. En ég gerði það ekki.“ Við vitnaleiðslur sagði Murdoch Fox ekki hafa dreift þessum lygum Trumps og bandamanna hans heldur fjallað um það að Trump-liðar væru að halda því fram að kosningasvindl hefði átt sér stað. Hann sagði við vitnaleiðslur að Fox hefði reynt að feta veg á milli þess að dreifa samsæriskenningum og að gera ljóst að um samsæriskenningar væri að ræða. Ætluðu að leiða áhorfendur frá Trump Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar, sem situr nú í stjórn Fox Corp. sagði Murdoch og syni hans Lachlan að Fox News ættu ekki að vera að dreifa samsæriskenningum. Ryan sagði við vitnaleiðslur að hann hefði sagt feðgunum að tímabilið eftir kosningarnar gæti verið notað til að draga úr stuðningi við Trump. Þetta var eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Murdoch sjálfur hafði tilkynnt Trump í fyrra að hann ætlaði ekki að styðja hann í nýju forsetaframboði. Sjá einnig: Murdoch snýr baki við Trump Murdoch sendi póst til Ryans þar sem hann sagði að Sean Hannity hefði misst trúnna á Trump en Hannity hafði í nokkrar vikur í einkaskilboðum sínum gagnrýnt Trump harðlega, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sendi einnig póst til eins af þáverandi yfirmönnum Fox News og sagði að fréttastofan ætti að slíta tengslin við Trump alfarið. Lachlan Murdoch sagði þó að það yrði ekki auðvelt. Fréttastofan þyrfti að leiða áhorfendur sína í þá átt og það væri erfiðara en það virtist. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru á mánudaginn vegna lögsóknar fyrirtækisins Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Gaf Kushner upplýsingar um auglýsingar Bidens Nýjustu gögnin sýna að Murdoch trúði því ekki að kosningasvindl hefði átt sér stað. Þau gefa einnig í skyn að hann gaf Jared Kushner, tengdasyni Trumps, trúnaðarupplýsingar um auglýsingar Joes Bidens, forseta, í kosningabaráttunni og sagði Kushner frá undirbúningi Bidens fyrir kappræður við Trump sem fóru fram á Fox. Skjöl sem höfðu verið opinberuð áður sýndu fram á að helstu stjörnur Fox og yfirmenn töluðu sín á milli um miklar efasemdir sem þau höfðu um að kosningasvindl hefði raunverulega átt sér stað. Vildu ná aftur til áhorfenda Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Gögn sem lögmenn Dominion hafa komið höndum yfir eins og skilaboð og tölvupóstar starfsmanna Fox sýna fram á að forsvarsmenn stöðvarinnar tóku þá ákvörðun að fjalla um lygar Trumps og bandamanna hans um kosningasvindl með því markmiði að ná aftur til áhorfendanna sem höfðu snúið sér annað og til að forðast það að missa fleiri áhorfendur, eins og bent er á í frétt Politico. Þegar aðrar fréttastofur lýstu yfir sigri Bidens þann 7. nóvember, degi eftir kosningarnar, gerði Fox það ekki strax. Rupert Murdoch sendi þá skilaboð til Lachlans Murdochs og sagði að Fox hefði getað verið fyrsta fréttastofan til að taka þetta skref og að réttast hefði verið að gera það. Rupert Murdoch bætti við að með því að fara rólega slyppu þeir við „Trump sprengingu“. Lachlan svaraði honum: „Ég held það sé gott að fara varlega. Sérstaklega þar sem við erum enn í vandræðum vegna Arizona.“ Önnur skilaboð Lachlan Murdoch sýndu að hann gagnrýndi fréttaflutning frá samstöðufundi Trumps, þann 14. nóvember, fyrir of mikla gagnrýni. Hann sagði við einn af yfirmönnum fréttastofunnar að fréttamenn ættu að vanda sig við fréttaflutning af samstöðufundinum. Lachlan Murdoch sagði að nokkur ummæli fréttamanna hefðu verið of gagnrýnin og það væri ekki rétt. „Frásögnin ætti að vera á þann veg að þetta væri stærðarinnar fögnuðu forsetans.“ Segja Fox-liða hafa vísvitandi dreift lygum Mál Dominion snýr í grófum dráttum að því að yfirmenn og starfsmenn Fox News hafi vísvitandi sagt ósatt um kosningasvindlið í sjónvarpi, en í einrúmi hafi þau sagst ekki trúa þessum ásökunum sem þau tóku jafnvel undir í útsendingu. Þau hafi sum sé vísvitandi logið um Dominion og veitt öðrum vettvang til að dreifa lygum um fyrirtækið. Dominion beinir spjótum sínum sérstaklega að þeim Sidney Powell og Rudy Giuliani, sem leiddu um tíma viðleitni Trumps til að snúa úrslitum kosninganna. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Powell hélt því meðal annars fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða og að vélarnar hefðu verið framleiddar í Venesúela. Áðurnefnd samskipti og vitnaleiðslur sýna samkvæmt lögmönnum Dominion fram á að yfirmenn sjónvarpsstöðvarinnar og fyrirtækisins alls hafi vitað að verið væri að dreifa lygum, þau hafi getað stöðvað það en ákveðið að gera það ekki. Gat gripið til aðgerða en gerði það ekki Við vitnaleiðslur Murdochs var hann spurður út í það hvort hann hefði getað gefið út þá skipun að Sidney Powell og Rudy Giuliani, sem leiddu um tíma viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna, yrði meinað um viðtöl á Fox. Murdoch játaði því. „Ég hefði getað það. En ég gerði það ekki.“ Við vitnaleiðslur sagði Murdoch Fox ekki hafa dreift þessum lygum Trumps og bandamanna hans heldur fjallað um það að Trump-liðar væru að halda því fram að kosningasvindl hefði átt sér stað. Hann sagði við vitnaleiðslur að Fox hefði reynt að feta veg á milli þess að dreifa samsæriskenningum og að gera ljóst að um samsæriskenningar væri að ræða. Ætluðu að leiða áhorfendur frá Trump Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar, sem situr nú í stjórn Fox Corp. sagði Murdoch og syni hans Lachlan að Fox News ættu ekki að vera að dreifa samsæriskenningum. Ryan sagði við vitnaleiðslur að hann hefði sagt feðgunum að tímabilið eftir kosningarnar gæti verið notað til að draga úr stuðningi við Trump. Þetta var eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Murdoch sjálfur hafði tilkynnt Trump í fyrra að hann ætlaði ekki að styðja hann í nýju forsetaframboði. Sjá einnig: Murdoch snýr baki við Trump Murdoch sendi póst til Ryans þar sem hann sagði að Sean Hannity hefði misst trúnna á Trump en Hannity hafði í nokkrar vikur í einkaskilboðum sínum gagnrýnt Trump harðlega, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sendi einnig póst til eins af þáverandi yfirmönnum Fox News og sagði að fréttastofan ætti að slíta tengslin við Trump alfarið. Lachlan Murdoch sagði þó að það yrði ekki auðvelt. Fréttastofan þyrfti að leiða áhorfendur sína í þá átt og það væri erfiðara en það virtist.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira