Ver höfund Dilberts og segir fjölmiðla rasíska gegn hvítum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 10:31 Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, Twitter og SpaceX, auk annarra fyrirtækja. EPA/JUSTIN LANE Auðjöfurinn Elon Musk, kom Scott Adams, höfundi teiknimyndaseríunnar Dilberts, til varnar í gær. Gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir að slíta tengslin við Adams eftir að höfundurinn hélt rasískan reiðilestur um svart fólk. Í myndböndum sem Adams birti á Youtube lýsti hann meðal annars að svart fólk í Bandaríkjunum hati hvítt fólk. Vísaði hann til könnunar þar sem 26 prósent svartra svarenda sögðust mótfallnir yfirlýsingunni: „Það er í lagi að vera hvítur“ eða á ensku: „It‘s okay to be white“. Auk þess sögðust 21 prósent svartra svarenda „ekki viss“ með orðatiltækið. Þetta sagði Adams til marks um það að nærri því helmingi svarts fólks í Bandaríkjunum væri illa við hvítt fólk og það gerði svart fólk að „haturshóp“. Adams sagðist ekkert vilja með svart fólk hafa. „Ég myndi segja, miðað við hvernig hlutirnir eru, að besta ráðið sem ég get gefið hvítu fólki er að halda sig fjandakornið frá svörtu fólki. Því þetta er ekki hægt að laga,“ sagði Adams. Samtökin Anti-Defamation League rekja uppruna orðatiltækisins „það er í lagi að vera hvítur“ til herferðar hvítra þjóðernissinna frá 2017 og 2018 þar sem orðatiltækið var sett á dreifibréf og hengt upp á almannafæri, með því markmiði að fá frjálslynt fólk til að mótmæla því, og í kjölfarið halda því fram að frjálslyndu fólki væri í nöp við hvítt fólk. Adams birti svo annað myndband þar sem hann sagði fyrri ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi og að fólk ætti að vera rasískt þegar það gagnaðist þeim. „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Eins og áður segir kom Musk Adams til varnar í gær. Auðjöfurinn sagði á Twitter að það væru í rauninni fjölmiðlar sem væru rasískir gegn hvítum og fólki frá Asíu. Það sama ætti við um „elítu háskóla og framhaldsskóla í Bandaríkjunum“, samkvæmt Musk, sem er einn auðugasti maður heims. „Kannski ættu þeir að reyna að vera ekki rasískir,“ skrifaði Musk. Þá svaraði Musk einnig tísti Adams, þar sem hann kvartaði yfir því að forsvarsmenn fjölmiðla væru að slíta tengslum við hann. Þar spurði Musk: „Hverju eru þeir nákvæmlega að kvarta yfir?“ Hann eyddi tístinu þó samkvæmt frétt Washington Post. Í öðru tísti sagðir Musk sammála því að ummæli Adams hefðu „ekki verið góð“ en þau innihéldu þó sannleikskorn. Musk tók einnig undir tíst í gær þar sem því var haldið fram að óvopnað hvítt fólk væri mun líklegra til að verða fyrir ofbeldi lögregluþjóna í Bandaríkjunum en þau tilvik fengu ekki sambærilega umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs. Musk sagði fjölmiðla skapa falska sviðsmynd. Frá því Musk tók yfir stjórn Twitter opnaði hann dyr samfélagsmiðilsins á ný fyrir fólki sem hafði verið bannað þar á undanförnum árum. Þar á meðal voru þekktir rasistar og þjóðernissinnar. Samhliða þessu slakaði hann á reglum samfélagsmiðilsins varðandi hatursorðræðu og sagði upp fólki sem kom að ritstjórn á Twitter. Bandaríkin Twitter Tengdar fréttir Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25. febrúar 2023 10:32 Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Í myndböndum sem Adams birti á Youtube lýsti hann meðal annars að svart fólk í Bandaríkjunum hati hvítt fólk. Vísaði hann til könnunar þar sem 26 prósent svartra svarenda sögðust mótfallnir yfirlýsingunni: „Það er í lagi að vera hvítur“ eða á ensku: „It‘s okay to be white“. Auk þess sögðust 21 prósent svartra svarenda „ekki viss“ með orðatiltækið. Þetta sagði Adams til marks um það að nærri því helmingi svarts fólks í Bandaríkjunum væri illa við hvítt fólk og það gerði svart fólk að „haturshóp“. Adams sagðist ekkert vilja með svart fólk hafa. „Ég myndi segja, miðað við hvernig hlutirnir eru, að besta ráðið sem ég get gefið hvítu fólki er að halda sig fjandakornið frá svörtu fólki. Því þetta er ekki hægt að laga,“ sagði Adams. Samtökin Anti-Defamation League rekja uppruna orðatiltækisins „það er í lagi að vera hvítur“ til herferðar hvítra þjóðernissinna frá 2017 og 2018 þar sem orðatiltækið var sett á dreifibréf og hengt upp á almannafæri, með því markmiði að fá frjálslynt fólk til að mótmæla því, og í kjölfarið halda því fram að frjálslyndu fólki væri í nöp við hvítt fólk. Adams birti svo annað myndband þar sem hann sagði fyrri ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi og að fólk ætti að vera rasískt þegar það gagnaðist þeim. „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Eins og áður segir kom Musk Adams til varnar í gær. Auðjöfurinn sagði á Twitter að það væru í rauninni fjölmiðlar sem væru rasískir gegn hvítum og fólki frá Asíu. Það sama ætti við um „elítu háskóla og framhaldsskóla í Bandaríkjunum“, samkvæmt Musk, sem er einn auðugasti maður heims. „Kannski ættu þeir að reyna að vera ekki rasískir,“ skrifaði Musk. Þá svaraði Musk einnig tísti Adams, þar sem hann kvartaði yfir því að forsvarsmenn fjölmiðla væru að slíta tengslum við hann. Þar spurði Musk: „Hverju eru þeir nákvæmlega að kvarta yfir?“ Hann eyddi tístinu þó samkvæmt frétt Washington Post. Í öðru tísti sagðir Musk sammála því að ummæli Adams hefðu „ekki verið góð“ en þau innihéldu þó sannleikskorn. Musk tók einnig undir tíst í gær þar sem því var haldið fram að óvopnað hvítt fólk væri mun líklegra til að verða fyrir ofbeldi lögregluþjóna í Bandaríkjunum en þau tilvik fengu ekki sambærilega umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs. Musk sagði fjölmiðla skapa falska sviðsmynd. Frá því Musk tók yfir stjórn Twitter opnaði hann dyr samfélagsmiðilsins á ný fyrir fólki sem hafði verið bannað þar á undanförnum árum. Þar á meðal voru þekktir rasistar og þjóðernissinnar. Samhliða þessu slakaði hann á reglum samfélagsmiðilsins varðandi hatursorðræðu og sagði upp fólki sem kom að ritstjórn á Twitter.
Bandaríkin Twitter Tengdar fréttir Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25. febrúar 2023 10:32 Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25. febrúar 2023 10:32
Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24
Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56