Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 14:05 Samsett mynd af Sergei Lavrov, sem er til vinstri og er utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken, til hægri, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP Photo/Manish Swarup Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú. Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú.
Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36