Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar 13. janúar 2026 15:00 Gísli Sigurðsson, kollegi minn á Árnastofnun, ritar pistil í Morgunblaðið 10. janúar þar sem hann fjallar um móðurmálið okkar og hið málfræðilega kynjakerfi þess. Hann grípur til samanburðar austan úr löndum og segir að „[þ]ó að klerkarnir í Íran vilji bara þurfa að tala um alla á fjöldafundum í Teheran þá eigi vel við að tala um öll á slíkum samkomum hér á landi“. Þessa ályktun grundvallar Gísli á hugmyndum um tengsl samfélagsgerðar og tungumáls. Ég er ekki sammála því að það sé samband á milli venjulegra íslenskra orðmynda og stjórnarfars eða hugmyndafræði klerka í Íran. Hins vegar eru hér undir málfræðileg atriði sem forvitnilegt getur verið að ræða. Það er venjuleg íslenska að myndir eins og allir vísi til allra, óháð kyni, ef þær standa sjálfstæðar. Myndir af þessu tagi eru flokkaðar sem ‘karlkyn’ í málfræðibókum en við þurfum ekki að láta fræðiheiti stýra hugsun okkar eða tali. Orðið spékoppur er líka flokkað sem ‘karlkyn’ en spékoppur er samt enginn karl og hefur engin einkenni karlmanna. Á sama hátt er ‘karlkyn’ ekki lýsandi orð um myndir eins og allir þegar þær koma fyrir sjálfstæðar. Þegar fólk talar um alla meinar það líka alla og sleppir engum. Það er samt gaman að leyfa huganum að flakka um kynjakerfi málsins. Þegar við tölum íslensku koma oft fyrir orðmyndir sem merkja sannarlega kyn fólks. Í raun gæti manni þótt það svolítið fyndið að við séum sí og æ að útvarpa kyni okkar í samhengi þar sem það skiptir yfirleitt engu máli. Ég segi kannski að ég sé stoltur af nemendum mínumeða ánægður með nýja ljóðabók og þá hef ég jafnframt tiltekið – yfirleitt alveg að óþörfu – að ég sé karlmaður. Á íslensku hafa bæði lýsingarorð og fornöfn málfræðilegt kyn og með þeim erum við ár og síð að taka fram okkar eigið kyn og annarra. Úr þessum bollaleggingum getum við ferðast áfram og velt fyrir okkur hvort málfræðilegt kyn hafi áhrif á hugsunina. Erum við alltaf að vekja athygli á kyni þegar við tölum íslensku og þá kannski að leggja áherslu á að konur og karlar séu ekki eins? En hvað ef það væri talið hugmyndafræðilega æskilegt að gera sem minnst úr öllum muni á konum og körlum? Værum við þá ekki betur sett með tungumál sem hefði ekkert kyn? Í draumalandi hugmyndafræðinnar væri slíkt tungumál kannski lykillinn að hinu fullkomna samfélagi. En þegar við snúum aftur til raunveruleikans þá eru til mörg tungumál í heiminum sem hafa málfræðilegt kyn og mörg sem hafa það ekki og það er ekki að sjá neitt samhengi á milli þessara málfræðilegu eiginleika og frelsis kvenna. Íslenska er nærtækt tilvik um mál með ríkulegt málfræðilegt kynjakerfi. En það er vert að hugsa líka um tungumál af hinu taginu og þar er persneska tilvalið dæmi. Persneska er mál þar sem nafnorð og lýsingarorð hafa ekkert kyn. Það sem meira er, persnesk fornöfn hafa ekki heldur neitt kyn. Í persnesku eru sem sagt ekki til orð sem samsvara hann eða hún heldur gildir sama kynhlutlausa fornafnið bæði fyrir konur og karla. Þegar íranskir klerkar tala á fjöldafundum í Teheran þá eru ræðurnar þeirra fullkomlega og óaðfinnanlega kynhlutlausar. Höfundur er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Gísli Sigurðsson, kollegi minn á Árnastofnun, ritar pistil í Morgunblaðið 10. janúar þar sem hann fjallar um móðurmálið okkar og hið málfræðilega kynjakerfi þess. Hann grípur til samanburðar austan úr löndum og segir að „[þ]ó að klerkarnir í Íran vilji bara þurfa að tala um alla á fjöldafundum í Teheran þá eigi vel við að tala um öll á slíkum samkomum hér á landi“. Þessa ályktun grundvallar Gísli á hugmyndum um tengsl samfélagsgerðar og tungumáls. Ég er ekki sammála því að það sé samband á milli venjulegra íslenskra orðmynda og stjórnarfars eða hugmyndafræði klerka í Íran. Hins vegar eru hér undir málfræðileg atriði sem forvitnilegt getur verið að ræða. Það er venjuleg íslenska að myndir eins og allir vísi til allra, óháð kyni, ef þær standa sjálfstæðar. Myndir af þessu tagi eru flokkaðar sem ‘karlkyn’ í málfræðibókum en við þurfum ekki að láta fræðiheiti stýra hugsun okkar eða tali. Orðið spékoppur er líka flokkað sem ‘karlkyn’ en spékoppur er samt enginn karl og hefur engin einkenni karlmanna. Á sama hátt er ‘karlkyn’ ekki lýsandi orð um myndir eins og allir þegar þær koma fyrir sjálfstæðar. Þegar fólk talar um alla meinar það líka alla og sleppir engum. Það er samt gaman að leyfa huganum að flakka um kynjakerfi málsins. Þegar við tölum íslensku koma oft fyrir orðmyndir sem merkja sannarlega kyn fólks. Í raun gæti manni þótt það svolítið fyndið að við séum sí og æ að útvarpa kyni okkar í samhengi þar sem það skiptir yfirleitt engu máli. Ég segi kannski að ég sé stoltur af nemendum mínumeða ánægður með nýja ljóðabók og þá hef ég jafnframt tiltekið – yfirleitt alveg að óþörfu – að ég sé karlmaður. Á íslensku hafa bæði lýsingarorð og fornöfn málfræðilegt kyn og með þeim erum við ár og síð að taka fram okkar eigið kyn og annarra. Úr þessum bollaleggingum getum við ferðast áfram og velt fyrir okkur hvort málfræðilegt kyn hafi áhrif á hugsunina. Erum við alltaf að vekja athygli á kyni þegar við tölum íslensku og þá kannski að leggja áherslu á að konur og karlar séu ekki eins? En hvað ef það væri talið hugmyndafræðilega æskilegt að gera sem minnst úr öllum muni á konum og körlum? Værum við þá ekki betur sett með tungumál sem hefði ekkert kyn? Í draumalandi hugmyndafræðinnar væri slíkt tungumál kannski lykillinn að hinu fullkomna samfélagi. En þegar við snúum aftur til raunveruleikans þá eru til mörg tungumál í heiminum sem hafa málfræðilegt kyn og mörg sem hafa það ekki og það er ekki að sjá neitt samhengi á milli þessara málfræðilegu eiginleika og frelsis kvenna. Íslenska er nærtækt tilvik um mál með ríkulegt málfræðilegt kynjakerfi. En það er vert að hugsa líka um tungumál af hinu taginu og þar er persneska tilvalið dæmi. Persneska er mál þar sem nafnorð og lýsingarorð hafa ekkert kyn. Það sem meira er, persnesk fornöfn hafa ekki heldur neitt kyn. Í persnesku eru sem sagt ekki til orð sem samsvara hann eða hún heldur gildir sama kynhlutlausa fornafnið bæði fyrir konur og karla. Þegar íranskir klerkar tala á fjöldafundum í Teheran þá eru ræðurnar þeirra fullkomlega og óaðfinnanlega kynhlutlausar. Höfundur er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun