
Tré

Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna
Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis.

Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður.

Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga
Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré.

Flugbrautin opnuð á ný
Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur.

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona.

Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið
Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð
Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum.

Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins
Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli.

Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag.

Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný
Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega.

Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén
Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fyrstu trén felld á morgun
Fyrstu trén verða felld í Öskjuhlíð á morgun. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokað þar sem hæð trjánna ógnar öryggi flugfarþega.

Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna
Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi.

Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik
Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega.

Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni
Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega.

Tré og flugvélar
Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman.

„Þau eru bara fyrir“
Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar.

Heitar umræður um lokun flugbrautar
Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn.

Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“
Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast.

Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart
Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA.

Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar
Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi.

Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið.

Færri fá jólatré en vilja
Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út.

Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna?
Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki.

Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum
Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi.

Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis
Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu.

Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana
Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana.

Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði
Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum.

Tré rifnaði upp með rótum á Selfossi
Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum.

Munu fella fleiri aspir á Austurveginum
Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir.