Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 11:46 Til skoðunar er að smíða bekki og annað slíkt úr viðnum sem fellur til. vísir/sigurjón Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Næstu skref verða metin á næstu dögum og draga þarf fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum áður en hægt að huga að frekari trjáfellingum. „Það bíður náttúrulega forgangssvæði tvö og forgangssvæði þrjú en við bíðum leiðbeininga frá Samgöngustofu og tökum málið þaðan,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Um fimm hundruð tré innan rauða svæðisins hafa verið felld.vísir/Reykjavíkurborg Austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur nú verið lokuð í rúmar tvær vikur vegna trjágróðursins en samkvæmt tilskipun Samgöngustofu þar um átti að aflétta því þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða að Isavia viðurkenni mögulegar mildunarráðstafanir. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mun stofnunin byggja sína ákvörðun á áhættumati Isavia og athugun þeirra. Ekki fengust upplýsingar frá Isavia um hvort trjáfellingin sem þegar hefur verið ráðist í dugi til. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Starfsfólk Reykjavíkurborgar er að skoða hvernig nýta megi nýta viðinn sem fellur til. Unnið er að áætlunum um gerð rjóða og lagningu stíga á svæðinu. Hjalti býst við að viðurinn verði dreginn á svæði í nágrenni Öskjuhlíðar og geymdur þar til ákvörðun hefur verið tekið. Greinar verði sennilega kurlaðar. „Síðan bara vonandi verður hitt notað í að smíða bekki og áningastaði og annað slíkt. En við erum bara í miðri sundlaug að spá í þessa hluti,“ segir Hjalti. Fréttir af flugi Tré Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Næstu skref verða metin á næstu dögum og draga þarf fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum áður en hægt að huga að frekari trjáfellingum. „Það bíður náttúrulega forgangssvæði tvö og forgangssvæði þrjú en við bíðum leiðbeininga frá Samgöngustofu og tökum málið þaðan,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Um fimm hundruð tré innan rauða svæðisins hafa verið felld.vísir/Reykjavíkurborg Austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur nú verið lokuð í rúmar tvær vikur vegna trjágróðursins en samkvæmt tilskipun Samgöngustofu þar um átti að aflétta því þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða að Isavia viðurkenni mögulegar mildunarráðstafanir. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mun stofnunin byggja sína ákvörðun á áhættumati Isavia og athugun þeirra. Ekki fengust upplýsingar frá Isavia um hvort trjáfellingin sem þegar hefur verið ráðist í dugi til. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Starfsfólk Reykjavíkurborgar er að skoða hvernig nýta megi nýta viðinn sem fellur til. Unnið er að áætlunum um gerð rjóða og lagningu stíga á svæðinu. Hjalti býst við að viðurinn verði dreginn á svæði í nágrenni Öskjuhlíðar og geymdur þar til ákvörðun hefur verið tekið. Greinar verði sennilega kurlaðar. „Síðan bara vonandi verður hitt notað í að smíða bekki og áningastaði og annað slíkt. En við erum bara í miðri sundlaug að spá í þessa hluti,“ segir Hjalti.
Fréttir af flugi Tré Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent