„Þau eru bara fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:41 Þórhildur er samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Samsett Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09