Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“

Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Auð­vitað vil ég alltaf spila“

„Gott að mótið sé byrjað. Það er alltaf gaman enda búin að vera bið. Flott að byrja þetta bara vel og nú tekur næsta verkefni við,“ segir Haukur Þrastarson silkislakur degi fyrir Kúbverjaleikinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var alls­herjar klúður þarna“

„Þetta var bara lélegt“ segir landsliðsfyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson sem var ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa fengið reisupassann í leik Íslands við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í fyrrakvöld. Hann vonast til að spila meira í næsta leik við Kúbu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurfum að taka Dani til fyrir­myndar“

„Það eru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Grænhöfðaeyjum þó svo við hefðum unnið stórt. Það kom tíu mínútna kafli þar sem var deyfð yfir þessu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad

Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb.

Handbolti
Fréttamynd

Gapandi hissa á „kata­strófu“ í leik Ís­lands: „Hvaða grín er þetta?“

Sér­fræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á at­viki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Græn­höfða­eyjar á HM í hand­bolta í gær. Nú­merið og nafn Sveins Jóhans­sonar, línu­manns Ís­lands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var vara­treyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundar­fjórðung leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“

Ís­lenska karla­lands­liðið hóf veg­ferð sína á HM í hand­bolta með þrettán marka sigri gegn Græn­höfða­eyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sér­fræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik ís­lenska liðsins en mikið rými til bætinga.

Handbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr stór­sigri strákanna í fyrsta leik á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Píptest og svefn­lyf

Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé.

Handbolti
Fréttamynd

Myndaveisla: Fá­menn en góð­menn upp­hitun í Zagreb

Ekki má búast við mörgum Íslendingum í stúkunni þegar Ísland spilar fyrsta leik liðsins á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu við Grænhöfðaeyjar klukkan 19:30 í kvöld. Nokkrir tugir voru saman komnir til að hita upp á knæpu í bænum.

Handbolti
Fréttamynd

Svona var HM-Pallborðið

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Einar Jónsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í sérstakri HM-útgáfu af Pallborðinu. Íslenska karlalandsliðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir eru mjög óagaðir“

„Það er mikil tilhlökkun að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta hefur verið draumur síðan maður var lítill strákur þannig að þetta verður mikil skemmtun, vonandi,“ segir Þorsteinn Leó Gunnarsson sem þreytir frumraun sína á HM með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í Zagreb.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land senni­lega ekki úr milli­riðli en 14,2 prósent líkur á undanúr­slitum

Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið.

Handbolti