Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2026 08:00 Janus Daði Smárason hefur nýtt skotin sín afar vel á EM og Ísland er næstbesta sóknarliðið. vísir/Vilhelm Það má búast við fullt af mörkum og skemmtilegum leik þegar Ísland og Danmörk mætast annað kvöld, í undanúrslitum EM í handbolta, miðað við tölfræðiúttekt sérfræðings EHF. Strákarnir okkar hafa nefnilega verið næstbesta sóknarlið mótsins, samkvæmt þessari úttekt, og eina liðið sem slegið hefur þeim við er einmitt Danmörk. Julian Rux, sérfræðingur EHF, tók saman sóknarnýtingu liðanna á EM. Liðin spila auðvitað mishraðan handbolta og fá því mismargar sóknir, en í úttektinni skoðaði Rux hvernig liðin stæðu sig að meðaltali í hverjum 50 sóknum, svo samanburðurinn yrði sanngjarn. Þá aðlagaði hann niðurstöðuna út frá styrkleika mótherja liðanna hverju sinni, og tók svokallaðar „ruslmínútur“ í lok ójafnra leikja út. Niðurstaðan er sú að Ísland skorar 32 mörk úr 50 sóknum og er í næstefsta sæti. Aðeins Danmörk gerir betur, með 33,5 mörk. Myndin sýnir hvernig liðin standa sig í vörn og sókn. Lóðrétti ásinn sýnir frammistöðu í vörn en lárétti ásinni, frá vinstri til hægri, sýnir sóknarnýtinguna og þar er Ísland í 2. sæti.EHF Hin liðin í undanúrslitunum, Íslendingastýrðu lið Þýskalands og Króatíu, koma talsvert á eftir með um 28-29 mörk í 50 sóknum. Það sem gerir íslenska sóknarleikinn svo skilvirkan, segir Rux, er að liðið passar svo vel upp á boltann. Liðið tapar boltanum bara 7,2 sinnum miðað við 50 „aðlagaðar“ sóknir, aðeins þrjú lið tapa boltanum sjaldnar, og það er ekki sjálfgefið miðað við leikstíl liðsins. Þá er skotnýtingin góð eða 69,3%, rétt á eftir Slóveníu (70,6%) og Danmörku (71,9%) sem er efst. Janus Daði, Viggó, Ómar Ingi og Gísli eru meðal efstu manna þegar skotnýtingin hjá skyttum og miðjumönnum er skoðuð. Danir eiga þar tvo menn meðal þrettán efstu.EHF Íslenska vörnin í tíunda sæti Ísland stendur hins vegar verst undanúrslitaliðanna þegar sjónum er beint að varnarleiknum. Þar hjálpar auðvitað ekki til að hafa fengið á sig 38 mörk gegn Svisslendingum sem ekki unnu leik í milliriðlakeppninni. Íslenska vörnin er í 10. sæti á mótinu samkvæmt úttekt EHF, og fær á sig 27,2 mörk í 50 sóknum. Heims- og Ólympíumeistarar Danmerkur eru í 2. sæti með sína vörn sem fær á sig 25,9 mörk. Það er því, eins og öllum er svo sem ljóst, afar erfitt verkefni fram undan hjá strákunum okkar annað kvöld þegar í húfi verður fyrsti úrslitaleikur Íslands á Evrópumóti. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Strákarnir okkar hafa nefnilega verið næstbesta sóknarlið mótsins, samkvæmt þessari úttekt, og eina liðið sem slegið hefur þeim við er einmitt Danmörk. Julian Rux, sérfræðingur EHF, tók saman sóknarnýtingu liðanna á EM. Liðin spila auðvitað mishraðan handbolta og fá því mismargar sóknir, en í úttektinni skoðaði Rux hvernig liðin stæðu sig að meðaltali í hverjum 50 sóknum, svo samanburðurinn yrði sanngjarn. Þá aðlagaði hann niðurstöðuna út frá styrkleika mótherja liðanna hverju sinni, og tók svokallaðar „ruslmínútur“ í lok ójafnra leikja út. Niðurstaðan er sú að Ísland skorar 32 mörk úr 50 sóknum og er í næstefsta sæti. Aðeins Danmörk gerir betur, með 33,5 mörk. Myndin sýnir hvernig liðin standa sig í vörn og sókn. Lóðrétti ásinn sýnir frammistöðu í vörn en lárétti ásinni, frá vinstri til hægri, sýnir sóknarnýtinguna og þar er Ísland í 2. sæti.EHF Hin liðin í undanúrslitunum, Íslendingastýrðu lið Þýskalands og Króatíu, koma talsvert á eftir með um 28-29 mörk í 50 sóknum. Það sem gerir íslenska sóknarleikinn svo skilvirkan, segir Rux, er að liðið passar svo vel upp á boltann. Liðið tapar boltanum bara 7,2 sinnum miðað við 50 „aðlagaðar“ sóknir, aðeins þrjú lið tapa boltanum sjaldnar, og það er ekki sjálfgefið miðað við leikstíl liðsins. Þá er skotnýtingin góð eða 69,3%, rétt á eftir Slóveníu (70,6%) og Danmörku (71,9%) sem er efst. Janus Daði, Viggó, Ómar Ingi og Gísli eru meðal efstu manna þegar skotnýtingin hjá skyttum og miðjumönnum er skoðuð. Danir eiga þar tvo menn meðal þrettán efstu.EHF Íslenska vörnin í tíunda sæti Ísland stendur hins vegar verst undanúrslitaliðanna þegar sjónum er beint að varnarleiknum. Þar hjálpar auðvitað ekki til að hafa fengið á sig 38 mörk gegn Svisslendingum sem ekki unnu leik í milliriðlakeppninni. Íslenska vörnin er í 10. sæti á mótinu samkvæmt úttekt EHF, og fær á sig 27,2 mörk í 50 sóknum. Heims- og Ólympíumeistarar Danmerkur eru í 2. sæti með sína vörn sem fær á sig 25,9 mörk. Það er því, eins og öllum er svo sem ljóst, afar erfitt verkefni fram undan hjá strákunum okkar annað kvöld þegar í húfi verður fyrsti úrslitaleikur Íslands á Evrópumóti.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti