Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Innlent 24.5.2024 13:56 „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Innlent 16.4.2024 23:14 Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04 1.500 undirskriftir fyrir forseta Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að „forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Skoðun 16.4.2024 11:00 Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08 Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Innlent 5.10.2022 17:36 Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talningamálinu Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni. Innlent 5.10.2022 06:28 „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. Innlent 8.6.2022 14:37 Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. Innlent 8.4.2022 07:43 Hver á að gæta varðanna? Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Skoðun 18.3.2022 07:00 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. Innlent 14.3.2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Innlent 14.3.2022 12:34 Sagan endalausa í Norðvestur Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Skoðun 24.2.2022 07:30 Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. Innlent 27.1.2022 06:32 Ummæli ársins 2021: Ferlarnir hjá KSÍ, froðuflóð um koppagrundir og hefð um óinnsigluð kjörbréf Nú eins og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnilegustu ummæli ársins sem er að líða. Og eins og gengur og gerist þá endurspegla ummælin mörg helstu fréttamála ársins. Innlent 24.12.2021 08:00 „Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Innlent 21.12.2021 07:01 Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents. Innlent 16.12.2021 07:14 Hvaða þingmenn kusu gegn hagsmunum kjósenda eftir ólöglega endurtalningu í norðvestur? Hæstiréttur Íslands dæmdi kosningar ógildar í Borgarbyggð árið 2002 (dómur 458/2002) því eitt ógilt atkvæði hefði geta breytt niðurstöðu kosninganna. Aðrar kosningar voru haldnar. Hagsmunir kjósenda voru látnir njóta vafans. Skoðun 30.11.2021 13:31 Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Innlent 29.11.2021 11:47 Viðbrunnar kosningar Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Skoðun 29.11.2021 09:30 Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Innlent 26.11.2021 23:28 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 26.11.2021 11:52 Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 26.11.2021 11:08 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. Innlent 25.11.2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Innlent 25.11.2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. Skoðun 25.11.2021 19:00 „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. Innlent 25.11.2021 14:14 Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu. Innlent 25.11.2021 12:48 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Innlent 25.11.2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Innlent 25.11.2021 10:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Innlent 24.5.2024 13:56
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Innlent 16.4.2024 23:14
Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04
1.500 undirskriftir fyrir forseta Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að „forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Skoðun 16.4.2024 11:00
Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08
Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Innlent 5.10.2022 17:36
Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talningamálinu Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni. Innlent 5.10.2022 06:28
„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. Innlent 8.6.2022 14:37
Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. Innlent 8.4.2022 07:43
Hver á að gæta varðanna? Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Skoðun 18.3.2022 07:00
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. Innlent 14.3.2022 15:36
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Innlent 14.3.2022 12:34
Sagan endalausa í Norðvestur Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Skoðun 24.2.2022 07:30
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. Innlent 27.1.2022 06:32
Ummæli ársins 2021: Ferlarnir hjá KSÍ, froðuflóð um koppagrundir og hefð um óinnsigluð kjörbréf Nú eins og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnilegustu ummæli ársins sem er að líða. Og eins og gengur og gerist þá endurspegla ummælin mörg helstu fréttamála ársins. Innlent 24.12.2021 08:00
„Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Innlent 21.12.2021 07:01
Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents. Innlent 16.12.2021 07:14
Hvaða þingmenn kusu gegn hagsmunum kjósenda eftir ólöglega endurtalningu í norðvestur? Hæstiréttur Íslands dæmdi kosningar ógildar í Borgarbyggð árið 2002 (dómur 458/2002) því eitt ógilt atkvæði hefði geta breytt niðurstöðu kosninganna. Aðrar kosningar voru haldnar. Hagsmunir kjósenda voru látnir njóta vafans. Skoðun 30.11.2021 13:31
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Innlent 29.11.2021 11:47
Viðbrunnar kosningar Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Skoðun 29.11.2021 09:30
Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Innlent 26.11.2021 23:28
Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 26.11.2021 11:52
Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 26.11.2021 11:08
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. Innlent 25.11.2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Innlent 25.11.2021 20:33
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. Skoðun 25.11.2021 19:00
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. Innlent 25.11.2021 14:14
Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu. Innlent 25.11.2021 12:48
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Innlent 25.11.2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Innlent 25.11.2021 10:52
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent