Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir og Árni Sæberg skrifa 26. nóvember 2021 23:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem misstu sæti sitt eftir endurtalningu. Stöð 2/Egill Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira