Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2024 09:08 Á myndinni eru frá vinstri Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Örn Hilmarsson og Magnús D. Norðdahl. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Íslenska ríkinu gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. „Niðurstaðan er auðvitað ánægjuleg. Í henni felst viðurkenning á málstað umbjóðenda minna. En hún er á sama tíma alveg agaleg, að slíkur dómur gangi yfir kosningar á Íslandi og eftirmála þeirra. Að brotið hafi verið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður þeirra Guðmundar og Magnúsar. Sigurður segir að dómstóllinn komist að því að brotið hafi verið gegn þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og svo þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. „Athugun dómstólsins beinist auðvitað fyrst og fremst að eftirmálum talninganna. Hvernig Alþingi greiddi úr því. Þeirri staðreynd að þar voru alþingismennirnir að ráða örlögum sínum sjálfir.“ Hann segir að þrátt fyrir þessa niðurstöðu sé úrskurður dómstólsins ekki einn bölmóður. „Mannréttindadómstóllinn fer þarna yfir störf kjörbréfanefndar og kemst að því að hún hafi verið sanngjörn og hlutlæg í sinni vinnu. En eðli málsins samkvæmt er atkvæðagreiðsla á Alþingi, málsmeðferð Alþingismanna á eigin kjöri, hún getur ekki verið annað en pólitísk og á því í raun fellur málið.“ Studdu eigið kjör Hann segir að í niðurstöðu dómsins sé einnig vikið að mikilvægi ásýndar og þeirri staðreynd að atkvæði sumra þingmanna hafi verið til stuðnings kjöri þeirra sjálfra. „Þarna reynir á stjórnarskrána okkar, skort á reglusetningu og annað slíkt,“ segir Sigurður og að í ljósi þessa sé augljóst að betra hefði verið að hlustað hefði verið á hans umbjóðendur allt frá upphafi. Þeir hafi ítrekað, allt frá upphafi, bent á skort á regluverki og að það þyrfti að setja það. „Það sem þarf auðvitað að gera er að breyta stjórnarskránni. Það er þessi vinna í gangi, sem hefur verið í gangi hjá forsætisráðherra, tillögur og greinargerðir, um að færa þetta úrskurðarvald frá Alþingi og yfir til dómstólanna,“ segir hann og að þessi vinna sé komin ansi langt. Það sé fyrsta skrefið til að kanna það til þrautar hvort að það sé skynsamlegasta leiðin upp úr þessu. „Stjórnarskránni verður ekki breytt þannig gild sé í næstu Alþingiskosningum. En það er þegar búið að breyta kosningalöggjöfinni eftir að þetta mál kom upp. Kannski þarf að gera það enn frekar þannig að málsmeðferðin verði skýrari, hlutlausari og tryggi borgurum þessi skilvirku réttarúrræði. En vissulega er það þannig að það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá fyrir og eftir kosningar,“ segir Sigurður Örn og að boltinn sé því nú hjá Alþingi. Hvað varðar umbjóðendur hans segir hann þá taka tíma núna til að skoða sína réttarstöðu en segir að málið hafi frá upphafi verið þeim ákveðið prinsippmál. „Þetta varðar lýðræðið í landinu okkar, réttinn til frjálsra kosninga og þeir sem bjóða sig fram og að þeir sem kjósa hafi fullvissu um að það sé vel að verki staðið.“ Talning í kosningum 2021 Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni. Kvörtun þeirra snýr að framkvæmd talningar í kjölfar Alþingiskosninga þann 25. september árið 2021 og að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til þess að koma áleiðis kvörtunum sínum hvað það varðar. Báðir voru þeir í framboði til Alþingis þegar kosningar fóru fram árið 2021 og gerðu athugasemdir við talningu í Norðvesturkjördæmi þar sem þeir báðir fóru fram. Telja þurfti aftur í kjördæmi eftir að kom í ljós að kjörkassar hefðu ekki verið innsiglaðir með réttum hætti. Endurtalningin hafði mjög mikil áhrif á úthlutun jöfnunarþingsæta um land allt. Guðmundur sem dæmi datt út af þingi en hann hafði verið inni á jöfnunarþingsæti. Það sama gilti ekki um Magnús en hann var aldrei inni samkvæmt niðurstöðu kosningarinnar. Við endurtalningu kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um níu og Miðflokksins um fimm. Í kjölfar endurtalningar var skipuð kjörbréfanefnd til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt. Meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út í kjölfar kosninga yrðu samþykkt og samþykkti Alþingi síðar þá niðurstöðu. Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Niðurstaða dómstólsins er aðgengileg hér. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Tengdar fréttir „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Íslenska ríkinu gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. „Niðurstaðan er auðvitað ánægjuleg. Í henni felst viðurkenning á málstað umbjóðenda minna. En hún er á sama tíma alveg agaleg, að slíkur dómur gangi yfir kosningar á Íslandi og eftirmála þeirra. Að brotið hafi verið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður þeirra Guðmundar og Magnúsar. Sigurður segir að dómstóllinn komist að því að brotið hafi verið gegn þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og svo þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. „Athugun dómstólsins beinist auðvitað fyrst og fremst að eftirmálum talninganna. Hvernig Alþingi greiddi úr því. Þeirri staðreynd að þar voru alþingismennirnir að ráða örlögum sínum sjálfir.“ Hann segir að þrátt fyrir þessa niðurstöðu sé úrskurður dómstólsins ekki einn bölmóður. „Mannréttindadómstóllinn fer þarna yfir störf kjörbréfanefndar og kemst að því að hún hafi verið sanngjörn og hlutlæg í sinni vinnu. En eðli málsins samkvæmt er atkvæðagreiðsla á Alþingi, málsmeðferð Alþingismanna á eigin kjöri, hún getur ekki verið annað en pólitísk og á því í raun fellur málið.“ Studdu eigið kjör Hann segir að í niðurstöðu dómsins sé einnig vikið að mikilvægi ásýndar og þeirri staðreynd að atkvæði sumra þingmanna hafi verið til stuðnings kjöri þeirra sjálfra. „Þarna reynir á stjórnarskrána okkar, skort á reglusetningu og annað slíkt,“ segir Sigurður og að í ljósi þessa sé augljóst að betra hefði verið að hlustað hefði verið á hans umbjóðendur allt frá upphafi. Þeir hafi ítrekað, allt frá upphafi, bent á skort á regluverki og að það þyrfti að setja það. „Það sem þarf auðvitað að gera er að breyta stjórnarskránni. Það er þessi vinna í gangi, sem hefur verið í gangi hjá forsætisráðherra, tillögur og greinargerðir, um að færa þetta úrskurðarvald frá Alþingi og yfir til dómstólanna,“ segir hann og að þessi vinna sé komin ansi langt. Það sé fyrsta skrefið til að kanna það til þrautar hvort að það sé skynsamlegasta leiðin upp úr þessu. „Stjórnarskránni verður ekki breytt þannig gild sé í næstu Alþingiskosningum. En það er þegar búið að breyta kosningalöggjöfinni eftir að þetta mál kom upp. Kannski þarf að gera það enn frekar þannig að málsmeðferðin verði skýrari, hlutlausari og tryggi borgurum þessi skilvirku réttarúrræði. En vissulega er það þannig að það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá fyrir og eftir kosningar,“ segir Sigurður Örn og að boltinn sé því nú hjá Alþingi. Hvað varðar umbjóðendur hans segir hann þá taka tíma núna til að skoða sína réttarstöðu en segir að málið hafi frá upphafi verið þeim ákveðið prinsippmál. „Þetta varðar lýðræðið í landinu okkar, réttinn til frjálsra kosninga og þeir sem bjóða sig fram og að þeir sem kjósa hafi fullvissu um að það sé vel að verki staðið.“ Talning í kosningum 2021 Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni. Kvörtun þeirra snýr að framkvæmd talningar í kjölfar Alþingiskosninga þann 25. september árið 2021 og að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til þess að koma áleiðis kvörtunum sínum hvað það varðar. Báðir voru þeir í framboði til Alþingis þegar kosningar fóru fram árið 2021 og gerðu athugasemdir við talningu í Norðvesturkjördæmi þar sem þeir báðir fóru fram. Telja þurfti aftur í kjördæmi eftir að kom í ljós að kjörkassar hefðu ekki verið innsiglaðir með réttum hætti. Endurtalningin hafði mjög mikil áhrif á úthlutun jöfnunarþingsæta um land allt. Guðmundur sem dæmi datt út af þingi en hann hafði verið inni á jöfnunarþingsæti. Það sama gilti ekki um Magnús en hann var aldrei inni samkvæmt niðurstöðu kosningarinnar. Við endurtalningu kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um níu og Miðflokksins um fimm. Í kjölfar endurtalningar var skipuð kjörbréfanefnd til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt. Meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út í kjölfar kosninga yrðu samþykkt og samþykkti Alþingi síðar þá niðurstöðu. Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Niðurstaða dómstólsins er aðgengileg hér.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Tengdar fréttir „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32