Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:52 Guðmundur Gunnarsson var oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum. visir/vilhelm Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira