Skimun fyrir krabbameini

Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til
„Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“

Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum
Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn.

Eru lagakröfur uppfylltar í meðferð lífsýna á Íslandi
Undanfarnar vikur hefur mikil umræða orðið um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá íslenskum konum.

Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba
Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var.

Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir
Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust.

Í leit að sökudólgi?
Titill þessarar greinar „Í leit að sökudólgi?“ vísar til þess að heilbrigðisráðuneytið virðist þessa dagana vera í leit að sökudólgi sem bera eigi ábyrgð á óöryggi og þeim óskynsamlegu ákvörðunum, sem teknar hafa verið varðandi framkvæmd leghálsskimunar. Stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna fullyrðir að sökudólginn í þessu máli sé ekki að finna á meinafræðideild Landspítalans. Miklu líklegra er að ónógur eða óvandaður undirbúningur og tilviljanakenndar ákvarðanir hafi ráðið för.

„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“
Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún.

Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna
Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi.

Stöðvum aðför að heilsu kvenna
Fésbókarhópurinn „Aðför að heilsu kvenna“, sem öllum er opinn, hefur vaxið upphafskonunum, Ernu og Margréti Hildi, yfir höfuð. Þann 21. febrúar sl. settu þær af stað undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi.

Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur.

Konur hafa áhyggjur af því að HPV-neikvæð krabbamein greinist ekki við skimun
Konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi skimunar eftir leghálskrabbameinum. HPV-neikvæð krabbamein munu því ekki finnast við skimun 30 ára og eldri.

Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi
Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga.

Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“
Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku.

Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar
Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga.

Vill óháða skýrslu um flutning krabbameinsskimunar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram beiðni um að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.

Hyggjast svara sértækum spurningum kvenna um skimanir á Heilsuvera.is
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Landspítalann, hyggst setja aukið afl í netspjall við skjólstæðinga á Heilsuvera.is og bjóða upp á sérstaka svarþjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum.

Krabbameinsfélagið: Ríkið gerði ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál
„Stuttar framlengingar þjónustusamnings Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimunina eru ítrekað nefndar í skýrslunni, sem hindrun fyrir þróun í starfseminni. Af sama leiddi að áhersla í starfi Leitarstöðvarinnar var mest á þjónustu við konurnar.“

Úttekt landlæknis: Nýttu ekki innra gæðaeftirlit til að fá betri yfirsýn
Leitarmiðstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Þetta er ein af niðurstöðum hlutaúttektar embættis landlæknis á LKÍ sem ákveðið var að ráðast í í kjölfar tilkynningar til embættisins um alvarlegt atvik í júlí 2020.

Forstjóri heilsugæslunnar biðst afsökunar á töfum við greiningu leghálssýna
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, biður allar þær konur sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þeirrar seinkunar sem hefur orðið á greiningu leghálssýna eftir að heilsugæslan tók við skimuninni af Krabbameinsfélaginu.

Lífið að veði
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið.

„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“
Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna.

Af hverju treystir heilbrigðisráðherra ekki sérfræðingum?
Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi.

Góðir (leg)hálsar!
Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi.

„Traustið er laskað“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess.

Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum
Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi.

Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum
Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði.

Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar
Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein.

1706
er fjöldi þeirra sem greinist að meðaltali með krabbamein á hverju ári. Spár gera ráð fyrir að á næstu 20 árum fjölgi tilfellum í um 2100 á hverju ári.

Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular
31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi.

31 kona
Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum.