Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2021 17:58 Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust. Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið. Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið.
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels