Þýski boltinn

Schick stjarnan í sterkum sigri
Bayer Leverkusen vann 3-2 sigur á Borussia Dortmund í fyrsta leik 16. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liðið sækir að Bayern München á toppnum.

Liverpool vill fá Kimmich
Joshua Kimmich, fyrirliði þýska landsliðsins, er á óskalista Liverpool. Samningur hans við Bayern München rennur út í sumar.

Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“
Emilía Kiær Ásgeirsdóttur segir það hafa verið lúxusvandamál að þurfa að velja á milli íslenska og danska landsliðsins í fótbolta. Á endanum valdi hún Ísland og dreymir um að komast á stórmót með liðinu í sumar.

Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns
Þýski fótboltamaðurinn Luca Meixner lést 27. desember síðastliðinn, aðeins 22 ára að aldri.

Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“
Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig.

Bjargaði æskufélaginu sínu
Ungverski knattspyrnumaðurinn Andras Schäfer kom til bjargar á síðustu stundu og sá til þess að æskufélagið hans fór ekki á hausinn.

„Það er betra að sakna á þennan hátt“
Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla.

Emilía til Leipzig
Landsliðskonan í fótbolta, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, er gengin í raðir RB Leipzig frá Nordsjælland.

Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz
Þýska stórvaldið Bayern München heldur enn í vonina um að næla í ungstirnir Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar.

Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool
Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá.

Martin og félagar burstuðu botnslaginn
Alba Berlin vann mjög öruggan sigur á útivelli i þýsku deildinni í körfubolta í dag.

Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn
Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar í Preussen Munster gerðu markalaust jafntefli við Ulm í dag í mikilvægum leik í fallbaráttu þýsku b-deildarinnar í fótbolta.

Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn
Þýska knattspyrnusambandið ætlar að heiðra einn allra besta knattspyrnumanninn í sögu Þýskalands með sérstökum hætti.

Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar
Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi

Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern
Bayern München lagði RB Leipzig örugglega, 5-1 á heimavelli í fimmtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tvö mörk voru skoruð á fyrstu tveimur mínútum leiksins.

Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Dusseldorf í 2-5 tapi gegn Magdeburg í næstefstu deild Þýskalands.

Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið
Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, sá til þess að þjálfarateymi hans ætti góðan minjagrip um Þýskalandsmeistaratitil félagsins í vor. Hann keypti eftirmynd af verðlaunagripnum fyrir teymið.

Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns
Sif Atladóttir færði Fortuna Düsseldorf rausnarlega gjöf í síðustu viku og félagið þakkar henni innilega fyrir á miðlum sínum.

Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin
Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Potsdam í síðasta deildarleik sínum fyrir eins og hálfs mánaðar hlé í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Létu tímann renna út án þess að reyna að skora
Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora.

Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Wolfsburg í Þýskalandi í vetur og það breyttist ekki í dag, þrátt fyrir fernuna sem hún skoraði gegn Roma á metttíma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni.

Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu
Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu.

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024
Manuel Neuer, markvörður Bayern München, missir ekki bara af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern
Bayern München hefur ákveðið að heiðra minningu Franz Beckenbauer, sem lést í janúar á þessu ári, með því að banna leikmönnum liðsins að klæðast treyju númer fimm.

Setti tvö og var bestur á vellinum
Ísak Bergmann Jóhanesson fór mikinn með liði Fortuna Dusseldorf sem vann 5-0 sigur á Einstracht Braunschweig í þýsku B-deildinni í dag.

Staða Bayern á toppnum styrktist
Staða Bayern München í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar styrktist enn frekar í dag. Bæjarar unnu Hedenheim 4-2 á meðan Eintracht Frankfurt, sem situr í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð, gerði 2-2 jafntefli við Augsburg.

Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn
Landsliðskonurnar í fótbolta, Amanda Andradóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, áttu góðu gengi að fagna með liðum sínum í dag.

Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik
Hertha Berlin, lið landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar, tapaði fyrir Greuther Fürth, 2-1, í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn
Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir betur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur.