Fótbolti

Ingi­björg fagnaði langþráðum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ingibjörg og liðsfélagar hennar í Freiburg báru sigur úr býtum eftir þrjá tapleiki í röð
Ingibjörg og liðsfélagar hennar í Freiburg báru sigur úr býtum eftir þrjá tapleiki í röð

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn af varamannabekknum hjá Freiburg í 2-1 endurkomusigri gegn Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni.

Þetta var langþráður sigur hjá Freiburg sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð fyrir þennan og síðast fagnað sigri fyrir mánuði síðan.

Ingibjörg byrjaði á bekknum en spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í miðvarðarstöðunni. Þetta var sjöundi leikurinn sem hún kemur við sögu og í fjórða sinn sem hún byrjar á bekknum en tíu umferðir eru liðnar af tímabilinu.

Tessa Blumenberg var hins sá varamaður sem hafði mest áhrif á leikinn. Hún kom inn af bekknum á 65. mínútu, í stöðunni 0-1, en jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. Skömmu fyrir leikslok skoraði hún svo markið sem tryggði Freiburg 2-1 sigur.

Freiburg situr um miðja deild, í sjöunda sæti, en aðeins þremur stigum frá þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×