Þýski boltinn

Fréttamynd

Klopp sýndi Red Bull á­huga þegar hann var enn þjálfari Liverpool

Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ó­vænt hetja og Glódís við toppinn um jólin

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Potsdam í síðasta deildarleik sínum fyrir eins og hálfs mánaðar hlé í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Létu tímann renna út án þess að reyna að skora

Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Fótbolti
Fréttamynd

Staða Bayern á toppnum styrktist

Staða Bayern München í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar styrktist enn frekar í dag. Bæjarar unnu Hedenheim 4-2 á meðan Eintracht Frankfurt, sem situr í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð, gerði 2-2 jafntefli við Augsburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane kominn í jóla­frí?

Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, kemur til greina í heimsliðið í fótbolta. Íslendingar geta hjálpað henni að komast í það með því að kjósa hana á heimasíðu FIFA.

Fótbolti