Múlaþing Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. Innlent 3.1.2021 12:58 Endurskoða rýmingarsvæðið á hádegi á morgun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að halda rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti. Innlent 30.12.2020 19:14 Fleiri fá að snúa heim á Seyðisfirði Rýmingu hefur nú verið aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði og geta íbúar við fjórar götur í bænum til viðbótar snúið aftur heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en þar féll stór skriða á bæinn skömmu fyrir jól. Innlent 29.12.2020 19:48 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. Innlent 29.12.2020 14:23 Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta. Innlent 28.12.2020 22:45 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Innlent 28.12.2020 20:45 Við erum öll Seyðfirðingar Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Skoðun 28.12.2020 17:57 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. Innlent 28.12.2020 15:47 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. Innlent 27.12.2020 19:00 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. Innlent 26.12.2020 18:28 Úrkomu spáð á Seyðisfirði og ekki hægt að fara í neinar afléttingar strax Ekki verður farið í frekari tilslakanir á rýmingum á Seyðisfirði á morgun líkt og vonir stóðu til að hægt yrði að gera. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út á Austurlandi þar sem töluverðri úrkomu er spáð. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Innlent 26.12.2020 13:01 Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Innlent 25.12.2020 14:02 Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. Innlent 23.12.2020 21:53 Hlé gert á hreinsunarstörfum vegna jóla og veðurspár Hlé hefur verið gert á hreinsunarstörfum og viðgerðum á Seyðisfirði, eftir skriðuföll síðustu daga, vegna óhagstæðrar veðurspár og jólahátíðar. Innlent 23.12.2020 19:39 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. Innlent 23.12.2020 18:40 „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. Innlent 23.12.2020 17:15 Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. Innlent 23.12.2020 14:16 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. Innlent 23.12.2020 12:54 Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. Innlent 23.12.2020 12:09 Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. Innlent 23.12.2020 10:13 Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 22.12.2020 21:32 Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. Innlent 22.12.2020 20:21 Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Innlent 22.12.2020 17:41 „Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. Innlent 22.12.2020 17:39 Látinn laus eftir samræður við lögreglu Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. Innlent 22.12.2020 16:22 Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. Innlent 22.12.2020 16:13 „Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“ Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. Innlent 22.12.2020 14:46 Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Innlent 22.12.2020 13:34 Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. Viðskipti innlent 22.12.2020 12:40 Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Innlent 22.12.2020 12:34 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 … 22 ›
Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. Innlent 3.1.2021 12:58
Endurskoða rýmingarsvæðið á hádegi á morgun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að halda rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti. Innlent 30.12.2020 19:14
Fleiri fá að snúa heim á Seyðisfirði Rýmingu hefur nú verið aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði og geta íbúar við fjórar götur í bænum til viðbótar snúið aftur heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en þar féll stór skriða á bæinn skömmu fyrir jól. Innlent 29.12.2020 19:48
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. Innlent 29.12.2020 14:23
Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta. Innlent 28.12.2020 22:45
40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Innlent 28.12.2020 20:45
Við erum öll Seyðfirðingar Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Skoðun 28.12.2020 17:57
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. Innlent 28.12.2020 15:47
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. Innlent 27.12.2020 19:00
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. Innlent 26.12.2020 18:28
Úrkomu spáð á Seyðisfirði og ekki hægt að fara í neinar afléttingar strax Ekki verður farið í frekari tilslakanir á rýmingum á Seyðisfirði á morgun líkt og vonir stóðu til að hægt yrði að gera. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út á Austurlandi þar sem töluverðri úrkomu er spáð. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Innlent 26.12.2020 13:01
Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Innlent 25.12.2020 14:02
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. Innlent 23.12.2020 21:53
Hlé gert á hreinsunarstörfum vegna jóla og veðurspár Hlé hefur verið gert á hreinsunarstörfum og viðgerðum á Seyðisfirði, eftir skriðuföll síðustu daga, vegna óhagstæðrar veðurspár og jólahátíðar. Innlent 23.12.2020 19:39
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. Innlent 23.12.2020 18:40
„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. Innlent 23.12.2020 17:15
Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. Innlent 23.12.2020 14:16
Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. Innlent 23.12.2020 12:54
Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. Innlent 23.12.2020 12:09
Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. Innlent 23.12.2020 10:13
Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 22.12.2020 21:32
Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. Innlent 22.12.2020 20:21
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Innlent 22.12.2020 17:41
„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. Innlent 22.12.2020 17:39
Látinn laus eftir samræður við lögreglu Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. Innlent 22.12.2020 16:22
Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. Innlent 22.12.2020 16:13
„Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“ Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. Innlent 22.12.2020 14:46
Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Innlent 22.12.2020 13:34
Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. Viðskipti innlent 22.12.2020 12:40
Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Innlent 22.12.2020 12:34