Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2022 22:05 Ný brú yfir Ölfusá er fyrirhuguð á móts við Laugardæli norðaustan Selfoss. Vegagerðin Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22
Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12