Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 06:01 Lögreglumenn sem voru á vettvangi á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir héraðsdómi Austurlands í dag. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. Árnmar Jóhann Guðmundsson var skotinn af lögreglu eftir að hann skaut að lögreglumönnum á vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Hann er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndrápa. Hann bar vitni fyrir dómi í gær þar sem hann lýsti mikilli eftirsjá vegna málsins og neitaði því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum. Þá kom fram fyrir dómi í gær að eftir að hafa lent í rifrildi við sambýliskonu sína segist Árnmar lítið muna fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Fór hann inn í húsið í leit að húsráðanda sem er barnsfaðir sambýliskonu Árnmars. Húsráðandi var ekki heima en tveir ungir piltar voru í húsinu sem náðu að koma sér út. Eftir vitnisburð Árnmars báru sambýliskona hans, barnsfaðir hennar og piltarnir vitni. Fjölmiðlar fengu hvorki að vera viðstaddir þinghald konunnar né piltanna en í vitnisburði barnsföðursins kom fram að hann hafi tekið á móti drengjunum í Selskógi eftir að lögregla hafði komið þeim í öruggt skjól. Ber ekki saman um fjölda skota Alls báru fjórir lögregluþjónar vitni fyrir dómi í gær, þar af ein lögreglukona sem var í fríi þegar atburðurinn átti sér stað en var stödd á heimili sínu í nánasta nágrenni. Sá lögreglumaður sem að lokum skaut Árnmar bar fyrstur vitni. Hann sagðist hafa verið á frívakt þegar tilkynning kom um útkall vegna manns með skotvopn. Þegar komið var að húsinu í Dalseli hafi heyrst skothvellir og hann hafi staðsett sig á bakvið lögreglubíl. Hann segir Árnmar hafa komið út og skotið tveimur skotum að lögreglu. Hann hafi svarað og skotið á móti. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum.Guðmundur Hjalti Stefánsson Árnmar hafi farið aftur inn og komið svo út en lögreglumaðurinn gat ekki fullyrt hve lengi Árnmar var inni í húsinu. Hann hafi þá komið út með haglabyssu og lögreglumaðurinn kallað ítrekað á hann að leggja vopnið frá sér. Þegar Árnmar hafi beint byssunni að lögreglumanninum hafi hann skotið. Lögreglumaðurinn segir augnaráð Árnmars hafa verið óhugnalegt, eins og í augum trylltrar skepnu, engu sambandi hafi verið náð við hann og hann hafi ekki ætlað að hlýða fyrirmælum. Þegar verjandi Árnmars spurði um fyrri skothríðina sagðist lögreglumaðurinn hafa talið sig hafa skotið fjórum til fimm skotum. Vettvangsrannsókn leiddi hins vegar í ljós að lögreglumaðurinn hafi skotið ellefu sinnum í þessari lotu. Segir að miðað hafi verið á sig Verjandinn hélt áfram að spyrja út í þessa atburðarás. Búkmyndavél lögreglumannsins var í hleðslu þar sem hann var á frívakt og hann því ekki með hana á sér. Fékk hann lánaða myndavél frá lögreglukonu á vettvangi en sú vél dó fljótlega. Verjandinn spurði meðal annars út í það hvernig lögreglumaðurinn gæti verið viss um að Árnmar hafi reynt að hitta hann. Lögreglumaðurinn svaraði og sagði að Árnmar hefði komið út, skotið og ekki hafi verið minnsta spurning um að Árnmar hafi miðað byssunni á sig. Úr réttarsal á Egilsstöðum í dag.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Vitnisburðir lögreglukonunnar á vettvangi sem og lögreglumanns sem komið hafði frá Fáskrúðsfirði studdu þá fullyrðingu lögreglumannsins sem skaut að Árnmar hafi verið ógnandi og að skýrt hafi verið að hann hafi fengið fyrirmæli frá lögreglumanninum að leggja vopnið frá sér. Lögreglumaðurinn frá Fáskrúsfirði tók einnig upp sitt vopn og segir að kollegi sinn sem skaut hafi ekki átt möguleika á að gera neitt annað. Hann hafi ekki getað beygt sig eða flúið. Þá sagði hann einnig frá því hvernig hann hlúði að Árnmari eftir að hann hafði verið skotinn og að það hafi tekið á að halda sári á baki hans lokuðu þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Skutu á sömu millísekúndu Verjandi Árnmars spurði einnig út í þá fullyrðingu lögreglumannsins að hann hafi aldrei skotið án þess að skotið væri fyrst á hann. Samkvæmt matsgerð dómskvadds sérfræðings um tímasetningu skota út frá myndbandsupptöku í lögreglubíl hleyptu Árnmar og lögeglumaðurinn af sínum fyrstu skotum á sömu millisekúndunni. Þá var einnig deilt um staðsetningar lögreglumannsins á vettvangi. Hann sagðist hafa falið sig á bakvið lögreglubílinn en lögreglukonan á vettvangi og stjórnandi tæknideildar báru við því að lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar í upphafi heldur nær húsinu og við jeppabifreið sem stóð í hlaðinu. EgilsstaðirVísir/Vilhelm Var það einnig niðurstaða tæknideildar eftir að hafa rannsakað hvar tóm skothylki úr byssu lögreglumannsins lágu á vettvangi. Staðsetning Árnmars var einnig til umræðu. Sjálfur sagðist hann hafa verið í forstofu hússins en samkvæmt lögreglumanninum var hann kominn út. Niðurstaða tæknideildar var að líklega hafi Árnmar verið rétt fyrir innan dyragættina. Heyrði í talstöð að maðurinn væri fallinn Lögreglukonan sem var í fríi sagðist hafa verið úti á palli heima hjá sér þegar hún heyrði í bíl koma akandi að Dalseli. Hún hafi heyrt hjólaískur og fundist ótrúlegt að bíllinn hafi ekki oltið þegar hann beygði inn götuna. Eitt hús er á milli húss lögreglukonunnar og hússins þar sem atburðirnir áttu sér stað. Hún hafi áttað sig á því að um Árnmar hafi verið að ræða og að hann væri á leið til barnsföður sambýliskonu sinnar. Hún sagðist hafa heyrt öskur og byssuhvelli og hafi strax hringt í Neyðarlínuna. Frá vettvangi í DalseliVísir/Egill Skömmu síðar heyrði hún ungu piltana, sem voru í húsinu, garga og sá þá koma hlaupandi út. Hún hafi síðan séð byssublossa á milli húsanna, ekki séð geranda og því ekki getað áttað sig hvert byssunni var beint. Hún fór á bakvið bílskúr við húsið og sá Árnmar þar inni. Hún sá hann stíga út úr eldhúsinu, setja skot í byssu sína og skjóta í spegil og á hurð. Þegar hann hafi gengið til baka hafi hún hörfað og fengið tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í gegnum talstöð sem hún var með á sér að lögreglubíll væri kominn. Hún heyrði lögregluna kalla „vopnuð lögregla“. Hún sá ekki atburðarásina þegar Árnmar var skotinn en fylgdist með í talstöðinni og heyrði þar að maðurinn væri fallinn. Lögreglukonan aðstoðaði við að hlúa að Árnmari. Þegar hún sá systur Árnmars á vettvangi hafi hún hleypt henni að og það hafi haft góð áhrif á Árnmar sem strax eftir að hann var skotinn hafi beðið um að fá að deyja. Farið fram á milljónir í skaðabætur Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að Árnmar greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að Árnmar greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Árnmar Jóhann Guðmundsson var skotinn af lögreglu eftir að hann skaut að lögreglumönnum á vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Hann er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndrápa. Hann bar vitni fyrir dómi í gær þar sem hann lýsti mikilli eftirsjá vegna málsins og neitaði því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum. Þá kom fram fyrir dómi í gær að eftir að hafa lent í rifrildi við sambýliskonu sína segist Árnmar lítið muna fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Fór hann inn í húsið í leit að húsráðanda sem er barnsfaðir sambýliskonu Árnmars. Húsráðandi var ekki heima en tveir ungir piltar voru í húsinu sem náðu að koma sér út. Eftir vitnisburð Árnmars báru sambýliskona hans, barnsfaðir hennar og piltarnir vitni. Fjölmiðlar fengu hvorki að vera viðstaddir þinghald konunnar né piltanna en í vitnisburði barnsföðursins kom fram að hann hafi tekið á móti drengjunum í Selskógi eftir að lögregla hafði komið þeim í öruggt skjól. Ber ekki saman um fjölda skota Alls báru fjórir lögregluþjónar vitni fyrir dómi í gær, þar af ein lögreglukona sem var í fríi þegar atburðurinn átti sér stað en var stödd á heimili sínu í nánasta nágrenni. Sá lögreglumaður sem að lokum skaut Árnmar bar fyrstur vitni. Hann sagðist hafa verið á frívakt þegar tilkynning kom um útkall vegna manns með skotvopn. Þegar komið var að húsinu í Dalseli hafi heyrst skothvellir og hann hafi staðsett sig á bakvið lögreglubíl. Hann segir Árnmar hafa komið út og skotið tveimur skotum að lögreglu. Hann hafi svarað og skotið á móti. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum.Guðmundur Hjalti Stefánsson Árnmar hafi farið aftur inn og komið svo út en lögreglumaðurinn gat ekki fullyrt hve lengi Árnmar var inni í húsinu. Hann hafi þá komið út með haglabyssu og lögreglumaðurinn kallað ítrekað á hann að leggja vopnið frá sér. Þegar Árnmar hafi beint byssunni að lögreglumanninum hafi hann skotið. Lögreglumaðurinn segir augnaráð Árnmars hafa verið óhugnalegt, eins og í augum trylltrar skepnu, engu sambandi hafi verið náð við hann og hann hafi ekki ætlað að hlýða fyrirmælum. Þegar verjandi Árnmars spurði um fyrri skothríðina sagðist lögreglumaðurinn hafa talið sig hafa skotið fjórum til fimm skotum. Vettvangsrannsókn leiddi hins vegar í ljós að lögreglumaðurinn hafi skotið ellefu sinnum í þessari lotu. Segir að miðað hafi verið á sig Verjandinn hélt áfram að spyrja út í þessa atburðarás. Búkmyndavél lögreglumannsins var í hleðslu þar sem hann var á frívakt og hann því ekki með hana á sér. Fékk hann lánaða myndavél frá lögreglukonu á vettvangi en sú vél dó fljótlega. Verjandinn spurði meðal annars út í það hvernig lögreglumaðurinn gæti verið viss um að Árnmar hafi reynt að hitta hann. Lögreglumaðurinn svaraði og sagði að Árnmar hefði komið út, skotið og ekki hafi verið minnsta spurning um að Árnmar hafi miðað byssunni á sig. Úr réttarsal á Egilsstöðum í dag.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Vitnisburðir lögreglukonunnar á vettvangi sem og lögreglumanns sem komið hafði frá Fáskrúðsfirði studdu þá fullyrðingu lögreglumannsins sem skaut að Árnmar hafi verið ógnandi og að skýrt hafi verið að hann hafi fengið fyrirmæli frá lögreglumanninum að leggja vopnið frá sér. Lögreglumaðurinn frá Fáskrúsfirði tók einnig upp sitt vopn og segir að kollegi sinn sem skaut hafi ekki átt möguleika á að gera neitt annað. Hann hafi ekki getað beygt sig eða flúið. Þá sagði hann einnig frá því hvernig hann hlúði að Árnmari eftir að hann hafði verið skotinn og að það hafi tekið á að halda sári á baki hans lokuðu þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Skutu á sömu millísekúndu Verjandi Árnmars spurði einnig út í þá fullyrðingu lögreglumannsins að hann hafi aldrei skotið án þess að skotið væri fyrst á hann. Samkvæmt matsgerð dómskvadds sérfræðings um tímasetningu skota út frá myndbandsupptöku í lögreglubíl hleyptu Árnmar og lögeglumaðurinn af sínum fyrstu skotum á sömu millisekúndunni. Þá var einnig deilt um staðsetningar lögreglumannsins á vettvangi. Hann sagðist hafa falið sig á bakvið lögreglubílinn en lögreglukonan á vettvangi og stjórnandi tæknideildar báru við því að lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar í upphafi heldur nær húsinu og við jeppabifreið sem stóð í hlaðinu. EgilsstaðirVísir/Vilhelm Var það einnig niðurstaða tæknideildar eftir að hafa rannsakað hvar tóm skothylki úr byssu lögreglumannsins lágu á vettvangi. Staðsetning Árnmars var einnig til umræðu. Sjálfur sagðist hann hafa verið í forstofu hússins en samkvæmt lögreglumanninum var hann kominn út. Niðurstaða tæknideildar var að líklega hafi Árnmar verið rétt fyrir innan dyragættina. Heyrði í talstöð að maðurinn væri fallinn Lögreglukonan sem var í fríi sagðist hafa verið úti á palli heima hjá sér þegar hún heyrði í bíl koma akandi að Dalseli. Hún hafi heyrt hjólaískur og fundist ótrúlegt að bíllinn hafi ekki oltið þegar hann beygði inn götuna. Eitt hús er á milli húss lögreglukonunnar og hússins þar sem atburðirnir áttu sér stað. Hún hafi áttað sig á því að um Árnmar hafi verið að ræða og að hann væri á leið til barnsföður sambýliskonu sinnar. Hún sagðist hafa heyrt öskur og byssuhvelli og hafi strax hringt í Neyðarlínuna. Frá vettvangi í DalseliVísir/Egill Skömmu síðar heyrði hún ungu piltana, sem voru í húsinu, garga og sá þá koma hlaupandi út. Hún hafi síðan séð byssublossa á milli húsanna, ekki séð geranda og því ekki getað áttað sig hvert byssunni var beint. Hún fór á bakvið bílskúr við húsið og sá Árnmar þar inni. Hún sá hann stíga út úr eldhúsinu, setja skot í byssu sína og skjóta í spegil og á hurð. Þegar hann hafi gengið til baka hafi hún hörfað og fengið tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í gegnum talstöð sem hún var með á sér að lögreglubíll væri kominn. Hún heyrði lögregluna kalla „vopnuð lögregla“. Hún sá ekki atburðarásina þegar Árnmar var skotinn en fylgdist með í talstöðinni og heyrði þar að maðurinn væri fallinn. Lögreglukonan aðstoðaði við að hlúa að Árnmari. Þegar hún sá systur Árnmars á vettvangi hafi hún hleypt henni að og það hafi haft góð áhrif á Árnmar sem strax eftir að hann var skotinn hafi beðið um að fá að deyja. Farið fram á milljónir í skaðabætur Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að Árnmar greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að Árnmar greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47